Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 27
EIMREIÐINl 219 Krílof og nokkrar af dæmisögum lians. Eftir síra Ólaf Ólafsson frá Hjarðarholti. í skemtigarði Pétursborgar stendur likneski eitt, er Rússar hafa sérstakar mætur á. Líkneski þetta var reist á ofanverðum ríkisstjórnarárum Niku- lásar keisara fyrsta, af almennu sam- skotafé, til heiðurs manni þeim, er Krílof hét, er var jafnt virlur og elsk- aður af öllum stéttum Rússlands. En sérstaklega var Krílof uppáhald barn- anna, enda hafði hann gert þeim marga glaða stund; þess vegna var lika líkneski hans sett á þann stað, þar sem börnin koma saman til leika að sumrinu; situr Krílof þar i hægindastól sínum eins og hann sat svo oft forðum heima hjá sér, og sýnist brosandi virða fyrir sér lætin og dutlungana í börnunum, sem eru að Ieikjum sínum kringum fótstall myndarinnar, og hann með ritum sínum og dæmisögum hafði svo mikil áhrif á. Þó voru dæmisögur hans ekki þeim einum ætlaðar; margar þeirra eru bitrar árásir á ósiði, er börn vita ekk- ert um, napurt háð og sárbeitt fyndni, en svo snildarlega frá öllu gengið, að til lærdóms og ánægju var jafnt ung- um sem gömlum. Krílof var sonur fátæks liðsforingja, og átti erfitl upp- dráttar framan af æfinni; en árið 1812 fékk hann stöðir við bókasafn keisarans, og hélt hann því starfi til 1840; þau ár voru bestu ár æfi hans. Voru störfin við safnið fremur hæg; gluggarnir á herbergi hans vissu út að sölu- torginu mikla, og hafði Krílof mikla ánægju af að virða fyrir sér bændurna, sem þar voru að kaupa og selja, og hlusta á mas þeirra. Sat hann þar við gluggana stundum Ólafur Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.