Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Page 27

Eimreiðin - 01.07.1920, Page 27
EIMREIÐINl 219 Krílof og nokkrar af dæmisögum lians. Eftir síra Ólaf Ólafsson frá Hjarðarholti. í skemtigarði Pétursborgar stendur likneski eitt, er Rússar hafa sérstakar mætur á. Líkneski þetta var reist á ofanverðum ríkisstjórnarárum Niku- lásar keisara fyrsta, af almennu sam- skotafé, til heiðurs manni þeim, er Krílof hét, er var jafnt virlur og elsk- aður af öllum stéttum Rússlands. En sérstaklega var Krílof uppáhald barn- anna, enda hafði hann gert þeim marga glaða stund; þess vegna var lika líkneski hans sett á þann stað, þar sem börnin koma saman til leika að sumrinu; situr Krílof þar i hægindastól sínum eins og hann sat svo oft forðum heima hjá sér, og sýnist brosandi virða fyrir sér lætin og dutlungana í börnunum, sem eru að Ieikjum sínum kringum fótstall myndarinnar, og hann með ritum sínum og dæmisögum hafði svo mikil áhrif á. Þó voru dæmisögur hans ekki þeim einum ætlaðar; margar þeirra eru bitrar árásir á ósiði, er börn vita ekk- ert um, napurt háð og sárbeitt fyndni, en svo snildarlega frá öllu gengið, að til lærdóms og ánægju var jafnt ung- um sem gömlum. Krílof var sonur fátæks liðsforingja, og átti erfitl upp- dráttar framan af æfinni; en árið 1812 fékk hann stöðir við bókasafn keisarans, og hélt hann því starfi til 1840; þau ár voru bestu ár æfi hans. Voru störfin við safnið fremur hæg; gluggarnir á herbergi hans vissu út að sölu- torginu mikla, og hafði Krílof mikla ánægju af að virða fyrir sér bændurna, sem þar voru að kaupa og selja, og hlusta á mas þeirra. Sat hann þar við gluggana stundum Ólafur Ólafsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.