Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 6
198
PEGAR KONUR FYRIRGEFA —
[ElMREIÐm
öðru ári hafði eg auglýst eftir einkaritara i Herald, og
Lillie áskildi sér að velja hann. Hún hafnaði stórum hóp
af ungum og fríðum dömum, sem sóttu um stöðuna, og
valdi Miss Clarke, af engu öðru skildist mér en þvi, að
hún var hvorki ung né fríð. Hún var á að giska þrjátíu
og fjögra ára, og svo ófríð, að eg lét hana vera sem
minst inni hjá mér. Hana vantaði alveg höku, og nefið
á henni var eins og álímd pappatota, síhvít af púðri^
eina ástríðan, sem hún vakti með mér, var löngunin til
að þrýsta á þetta nef til að vita hvort mér skjátlaðist.
En aftur reyndist hún að vera gædd frábærum gáfum og
skarpskygni.
f*að var einn dag, er öldur ósamlyndisins höfðu risið
fullhátt milli okkar Lillie. Hún hafði hvað eftir annaö
gert mig orðlausan með blátt áfram svo aulalegum at-
hugasemdum, að mér þótti sem eg gæti ekki lengur hald-
ist við i stofunni. Eg flýði inn til Miss Clarke, hungraður
og þyrstur í skynborinn félagsskap.
— Þér verðið að hjálpa mér — sagði eg við Miss
Clarke og fleygði mér niður á stól — eg er þreyttur á
sál og líkama. Þér megið ekki visa mér burt. Hættið að
sarga á þessa fábjánalegu vél.
Miss Clarke lét ekki trufla sig. Hún hélt áfram að
skrifa og sagði, með augun niðri i handitinu:
— Hvað get eg gert fyrir yður, Mr. Bright?
— Alt milli himins og jarðar. í svipinn hafið þér meira
vald á forlögum mínum en nokkur mannvera undir sól-
unni. Bara þér vilduð nota það til að endurnæra anda
minn með skynsemi yðar.
Miss Clarke hætti að skrifa. Eg hafði aldrei séð hana
verða svo herfilega, það var eins og augnaráð hennar
dreypti eitri í orðin, þegar hún sagði:
— Hafið þér nú uppgötvað að kvenleg fegurð er ekki
alt?
— Ekkert, Miss Clarke, ekkert. Þér hafið öll skilyrði
til að gera eiginmann sælan.
— Ekki eiginmann annarar konu, sagði hún og horfði
á mig með nistandi ströngu augnaráði.