Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 52
244 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EIMREIÐIN voru hræddir um að einhver væri að deyja, þá var þegar hætt, og lauslega bundið um verstu sárin. Þó kom það fyrir að konur dóu á pínubekknum eða í fangelsinu á eftir, og var það þá skoðað svo, að Satan hefði hrifið þær úr höndum dómarans, til þess að sál þeirra skyldi ekki frelsast við yðrun og afturhvarf. Nú víkjum vér að breytingunni, sem verður þegar ver- aldlegu dómstólarnir taka við gaidramálunum. Og höfum vér þá sérstaklega reglur Carpzows til íhugunar. Carpzow nefnir fimm stig pyndinga. Fyrsta stigið er hótunin. Pyndingarverkfærunum er vandlega lýst fyrir ákærða, og hótun höfð um, að þeim skuli beitt. Annað stigið er það, að ákærður er leiddur inn í pynd- ingaklefann, og látinn sjá áhöldin. Þriðja stigið: Ákærði er tekinn höndum og afklæddur. Fjórða stigið: Hann er tekinn og bundinn á pínubekk- inn, og ioks er Fimta stigið: pyndingarnar sjálfar. Hér er sýnilega viðleitni í þá átt að komast hjá því, að pína nema þá, sem ekki gangast fyrir öðru. Gallinn var að eins sá, að alsaklausir (eins og sakborningar í galdramálum) meðgengu venjulega ekki fyrr en kvalirnar voru orðnar óbærilegar, eins og við var að búast. Carpzowr talar um pyndingarverkfæri og pyndingarað- ferðir. Telur hann þær heppilegastar, sem orsaki óbæri- legar kvalir, en saki ekki. T. d. eins og að láta geit sleikja salt af iljunum á manni, sem kvað vera fádæma sársauki, beygja limi, hella vatni ofan í menn, svo að þeir ætluðu að kafna, o. s. frv. Annað var aftur á móti vafasamara, eins og t. d. að hella vatni með óslöktu kalki inn um varirnar o. s. frv. Endurbæturnar voru auðvitað miklu meira á pappírn- um en í reyndinni. Þá undanskilur Carpzow ýmsa, svo sem fábjána, æfa- garola, vanfærar konur, sjúklinga og menn og konur í háum metorðum. Þó er síðasti flokkurinn ekki undan- skilinn nema í minni sökum, (ekki t. d. í galdramálum).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.