Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Side 52

Eimreiðin - 01.07.1920, Side 52
244 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EIMREIÐIN voru hræddir um að einhver væri að deyja, þá var þegar hætt, og lauslega bundið um verstu sárin. Þó kom það fyrir að konur dóu á pínubekknum eða í fangelsinu á eftir, og var það þá skoðað svo, að Satan hefði hrifið þær úr höndum dómarans, til þess að sál þeirra skyldi ekki frelsast við yðrun og afturhvarf. Nú víkjum vér að breytingunni, sem verður þegar ver- aldlegu dómstólarnir taka við gaidramálunum. Og höfum vér þá sérstaklega reglur Carpzows til íhugunar. Carpzow nefnir fimm stig pyndinga. Fyrsta stigið er hótunin. Pyndingarverkfærunum er vandlega lýst fyrir ákærða, og hótun höfð um, að þeim skuli beitt. Annað stigið er það, að ákærður er leiddur inn í pynd- ingaklefann, og látinn sjá áhöldin. Þriðja stigið: Ákærði er tekinn höndum og afklæddur. Fjórða stigið: Hann er tekinn og bundinn á pínubekk- inn, og ioks er Fimta stigið: pyndingarnar sjálfar. Hér er sýnilega viðleitni í þá átt að komast hjá því, að pína nema þá, sem ekki gangast fyrir öðru. Gallinn var að eins sá, að alsaklausir (eins og sakborningar í galdramálum) meðgengu venjulega ekki fyrr en kvalirnar voru orðnar óbærilegar, eins og við var að búast. Carpzowr talar um pyndingarverkfæri og pyndingarað- ferðir. Telur hann þær heppilegastar, sem orsaki óbæri- legar kvalir, en saki ekki. T. d. eins og að láta geit sleikja salt af iljunum á manni, sem kvað vera fádæma sársauki, beygja limi, hella vatni ofan í menn, svo að þeir ætluðu að kafna, o. s. frv. Annað var aftur á móti vafasamara, eins og t. d. að hella vatni með óslöktu kalki inn um varirnar o. s. frv. Endurbæturnar voru auðvitað miklu meira á pappírn- um en í reyndinni. Þá undanskilur Carpzow ýmsa, svo sem fábjána, æfa- garola, vanfærar konur, sjúklinga og menn og konur í háum metorðum. Þó er síðasti flokkurinn ekki undan- skilinn nema í minni sökum, (ekki t. d. í galdramálum).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.