Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 38
230
KRÍLOF
[EIMREIÐIN’
Að Krílof kom það líka betur að fá að lifa dáinn, má
marka af dæmisögu þeirri, er hér fer á eftir.
Einu sinni var skáld eitt, sem við basl og fátækt hafði
átt að búa í lífinu, að kvarta yfir því við himnajöfurinn,
hvað kjör sín hefðu verið bágborin og hamingjan sér
andstæð. Horaður og hungraður,' rifinn og tættur og skó-
laus sneri skáldið sér til Júppíters og bað hann líknar
og ásjár. »Hvers hefi eg átt að gjalda«, mælti hann, »er
forlögin hafa svo grimmilega elt mig og ofsótt alt mitt
líf; eg hefi hvergi höfði mínu að að halla, og á ekki neitt
af neinu. Það er einhvern veginn öðruvísi farið með hann
nábúa minn hérna; hann hefir aldrei sagt eða skrifað
nokkurt orð, sem gagn er í, enda eru gáfur hans mjög
af skornum skamti — en þessi maður lifir í dj'rðlegum
fagnaði, bjTr í skrautlegri höll, klæðist pelli og purpura,
og kringum hann fult af fólki, sem tignar hann og til-
biður«. »Þér þykir þá ekkert varið í það«, ansaði Júppí-
ter, »að hljómar hörpu þinnar lifa löngu eftir að þú ert
látinn, lifa og hljóma í ejTrum ófæddra kynslóða, og halda
nafni þínu á lofti löngu eftir að þessi náungi þinn, sem
þú ert að öfunda, er öllum gleymdur. Mundir þú ekki
einmitt hafa kosið frægðina þér til handa, ef þú hefðir
sjálfur mátt velja? Það er satt, að eg gaf honum auð og
upphefð meðan hann lifði; en ef hann hefði skilið, í
hverju sönn frægð er fólgin, og komið auga á það, hve
verðmæti hans var lítið á móts við verðmæti þitt, þá
mundi hann vissulega kvarta miklu sárara yfir hlutskifti
sínu en þú yfir þínu«. —
il.
En ekki var Krílof samt hrifinn af öllum ritverkum
eða rithöfundum. Kemur það fram í dæmisögunni um
stigamanninn og frægan rithöfund, er með lævísi hafði
laumað eitri inn í rit sin, flutt þar boðskap vantrúar og
siðleysis. Lætur Krílof menn þessa mætast í skuggaríkinu
og er þar tafarlaust kveðinn upp dómur yfir þeim. Eru
tveir heljarstórir pottar hengdir neðan í keðjur úr rjáfr-
inu, og er sökudólgunum hent sínum í hvorn pott. Undir