Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN] KRÍLOF 229 með mikilli viðhöfn. Síðan kallaði konungur dýranna saman alla höfðingja ríkisins; hélt hann langa og hjart- næma ræðu; kvaðst orðinn gamall, og helst vilja láta af ríkisstjórn, enda væri nú sonur sinn heim kominn úr skólanum, og mundi hann ekki bresta þekkingu til að taka við stjórnartaumunum. Síðan kallaði hann son sinn til sín, og bað hann, í stuttu máli, að gera grein fyrir því, er hann hefði lært, og hvernig hann hugsaði sér að nota þekkingu sína til þess að efla hag og velferð þegna sinna. »Það hefi eg lært, faðir, er enginn yðar kann, sem hér er staddur«, mælti rikiserfingi; »eg veit upp á hár, hvar hver fugl verpir, ofan frá erninum niður að kornhænunni; eg veit alt um lifnaðarháttu hvers fugls, hve mörgum eggjum hann verpir og hvað hann þarf til sins lífs viður- halds. Eg gseti, ef þið mættuð vera að því að hlusta á slíkt, romsað það upp fyrir ykkur viðstöðulaust, en læt það nægja að afhenda yður hér vitnisburðarskjalið, er eg fékk hjá kennara mínum að loknu náminu. Og hvenær sem yður þóknast að afhenda mér stjórnartauma ríkis- ins, er eg þess reiðubúinn að kenna þegnum mínum að búa til fuglahreiður«. Þegar dýrin heyrðu þetta, ráku þau upp öskur mikið; það var þó heldur heilla- og hagsbótavon að slíkri kunn- áttu. Ljónið sá nú um seinan, að ríkiserfinginn hafði ekkert lært, er þegnunum mætti að notum verða; hafði ekki einu sinni hugmynd um þarfir dýranna, eðli þeirra og einkenni, þótt hann ætti yfir þeim að ráða, enda hafði hann engin kynni haft af öðrum lifandi verum en fugl- unum. — 10. Á aldarafmæli Krílofs var mikið um dýrðir á Rúss- landi; hátíðahöld um alt land; má með sanni segja, að þjóð hans hafði hann í hávegum jafnt lífs sem liðinn. Meðan hann lifði, bar hún hann á höndum sér og jós í hann gjöfum, en geymdi minningu hans látins í heiðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.