Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 58
250
[EIMREIÐIN
Freskó.
Saga eftir Ouida.
[Framh.]
Konunglegu gestirnir voru hér í þrjá
daga aðeins, og kvað hafa skemt sér
ágætlega. Áður en þau fóru, létu þau
senda eftir mér inn til sín og auðsýndu
mér mikla náð og hylli. Flestir gestirnir
fóru um sama leyti. Á morgun ætlar hún
að fara að sitja fyrir aftur. Eg er hrædd-
ur um að gömlu frú Cairnwrath hafi ekki
getist allskostar vel að því, hvað mikið
lof og hylli eg fékk af þessu konunglega
fólki. En hvað gerir það til? Þær fara bráðum aftur.
Veturinn langi fer að byrja og svo kemur vorið, og þá
verða freskó-myndirnar og myndin af henni búnar. Og
þá fer eg burtu og hún hvorki heyrir mig lengur né sér,
né man.
Eitt er vist og það er, að eg tek ekki nokkra borgun
fyrir verk mitt hér. Eg hlýt það líklega af þessum mynd-
um, að eg verð frægur maður, og fyrir það er eg þakk-
látur. Og þó hirði eg ekki um venjulega frægð. Eg hugsa
aðeins um listina. Eg er hæst ánægður, ef eg hefi svo
mikil efni, að eg get lifað af þeim eins og eg þarf til þess
að geta unnið að hugsjónum mínum. Eg hlýt að þreyta
yður fjarskalega með öllum þessum sögum minum, en
mér er svo mikill hugarléttir að því, því að hér er eng-
inn, sem eg get talað við og birt hugsanir mínar um alt
þetta. Eg þori ekki að tala svo við greifinnuna og get
ekki talað svo við aðra. En þér eruð skriftafaðir minn
og hafið verið það frá því er eg drýgði fyrstu syndina!«
Llandudno lávarður, Milton Ernest, til hr. Hollys, Róm:
»Kæri Hollys! Það dugði ekkert. Hún tók það nú í
sig að vilja fara heim og bauð heilum hóp með sér, og
svo tilkynti prinsinn og prinsessan auk þess komu sina
í lok mánaðarins, svo að ekki var neitt undanfæri að