Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 22
214
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
IEIMKEIÐIN
ar og mismun hitans yfir landið. 1. mynd sýnir hita og
kuldamagn þessara sömu staða í heild, samkvæmt þessum
töflum, og um leið hinn feikilega mun á vetrarfari hvers
janúarmánaðar fyrir sig og staðanna á landinu. Til enn
frekari skýringar hefi eg bætt síðastl. janúarmánuði (1919)
við; hann ætti að vera í fersku minni, og má teljast i
góðu meðallagi.
Til þess að gera veðráttufar þessara fyrnefndu þriggja
janúarmánaða sem ljósast, hefi eg einnig unnið úr þeim
skýrslum, sem fyrir liggja, ítarlegar veðurmyndir yfir
Stykkishólm, ekki einungis yfir daglegt hitastig þrisvar á
dag, heldur einnig samstundis annað veðráttufar: loft-
þyngd, úrkomu, átt og afl vindsins og skýjamagn. Þetta
fyrirkomulag á veðráttumynd veit eg ekki til að nein-
staðar sé til fyr — að því leyti er það alveg nýmóðins —,
en eg vona þó að það verði öllum, sem löngun hafa til
að athuga það, auðskilið og Ijóst, og tali skýrara en orð,
um veðráttufar mánaðanna í heild og þurfi því ekki frek-
ari frekari skýringa.
(t nóv. 1919). (Meira).
Gróðrarveður.
Blíðuveðrin blómgva hlíð,
— brúðarklæðin eru prúð, —
strið er úti, engu kvíð,
úðinn færir láð í skrúð.
H. S. B.