Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 48
240
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [eimreiðin
gengt var að kefli var sett í munn þeim, sem píndur var,
til þess dómarinn hefði frið fyrir óhljóðum.
í »Carolina« er svo fyrir mælt, að engan megi pynda
nema nokkurnveginn sannanir séu fyrir því, að viðkom-
andi sé sekur, og engan megi pína nema einn klukku-
tíma. En hvorugu þessu var hlýtt. Vér könnumst við
»sannanirnar« í galdramálunum. Og um tímann er það
að segja, að margir voru píndir, ekki aðeins klukkutím-
um saman, heldur dögum saman. Stúlka ein í Norðlingen
var pínd 22 sinnum, og kona í Baden 12 sinnum, og síð-
ast samfleytt í 52 klukkutíma. Svo var lögum þessum
hlýtt.
t*á skorti ekki heldur ruddaskap og stór orð hjá böðl-
unum. Meðal annars ógnanir eins og þessar: »Eg skal
pynda þig þar til þú ert orðin svo þunn að sólin sjáist
í gegnum þig«. Eða: »Eg sleppi þér ekki í einn, tvo, þrjá,
ekki heldur í átta daga, fjórar vikur, hálft eða heilt ár, né
nokkurntíma meðan líftóra er í þér«. Réttarbækurnar bera
einnig vitni um hinn óheyrða ruddaskap. T. d. »Hin pínda
öskraði sem mannýgt naut« o. s. frv.
Dæmi: Katorina Lips, skólameistarakona í Marburg, á-
kærð 1672:
Hún er ámint að segja sannleika. En hún er föst við
neitun sína, — — — Hún er »spurð stranglega« (pínd).
Hrópar: »Æ! æ!« Er bundin. Hrópar hátt: »Ó! ó! Drott-
inn á himnum hjálpaðu mér!« Taugin er fest. Hún hróp-
ar á varðmanninn að handleggirnir brotni. Spánversku
stígvélin eru sett á hana; skrúfuð fast um hægra fótinn
og hún ámint að segja satt. Hún svarar ekki. Skrúfað um
vinstra fótinn. Hún hrópar að hún viti ekkert og geti
ekkert sagt, vitnar til hinsta dómsins, hún viti ekkert,
tautar með sjálfri sér að hún viti ekkert. Vinstri skrúfan
er skrúfuð og ákærðu lyft upp. Hún hrópar: »Drottinn
Jesú, komdu mér til hjálpar«. Hún segist ekkert þekkja
og ekkert vita, þó að hún sé pínd til dauða. Henni er
lyft hærra. Þegir, en hefir áður fullyrt að hún sé engin
galdrakona. Hert á skrúfunni á hægra fót. Hún hrópar:
»Æ, æ!« Henni er sagt að segja sannleikann. En það sit-