Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.07.1920, Blaðsíða 55
EIMREIÐINI TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 247 ann, að jafnvel þótt það væri sjálfur páfinn, sem hann hefði á sínu valdi og mætti pína, þá skyldi hann sanna upp á hann galdra«. Og enn segir hann: »Ó, þú auma Gaja,1) hvaða von hefir þú? Hví lýstir þú því ekki yfir, strax og þú komst í fangelsið, að þú værir sek? Þú heimskingi! Hví viltu oft þola dauðans hörmungar, þegar þú þarft ekki að gera það nema einu sinni? Þigðu ráð mitt, segðu strax að þú sért göldrótt, og mæt dauða þín- um, því að tálvon ein er það, að þú komist hjá honum. Slíkt leyfir ekki réttvísi Þýskalands«. Þessi orð eru hér sett, af því að þau eru töluð af manni, sem þekti þetta alt, og af þvi, að skarplegar er ekki unt að sýna fram á þetta. Sjáum vér hér að prestarnir voru ekki allir jafnsólgnir í ofsóknirnar. En það var hættulegt að láta slíkt uppi. Og fjöldi presta voru líflátnir, sem með- sekir, vegna þess að þeir stóðust ekki mátið. Galdraofsóknirnar voru ekki eins og óveður, sem stend- ur að eins örskamma stund. Þær geysuðu um Evrópu í 300 ár. Galdrahamarinn 1487 kom fyrst skriðnum á ofsóknirnar. Þó komust þær ekki þegar í stað í algleyming, því að ýmsir stóðu fast á móti. Þegar svo siðaskiftin komu, þá drógu þau um stund úr ofsóknunum, því að menn fengu þar svo mikið annað um að hugsa. Lúther og Calvin voru að vísu báðir börn síns tíma í þessum efnum, og Calvin stóð jafn vel sjálfur fyrir galdraofsókn í Geneve, en samt drógu þeir óbeinlínis úr galdratrúnni. Því þegar þeir hreinsuðu burt úr kirkjutrúnni bábiljurnar, sem voru gagnstæðar ritningunni, þá þurkaðist burtu mest af kirkjulegu töfrunum. Veðrinu slotar því í bráð og Hans Sachs söng: Des Teufels Eh’ und Reuterei Ist nur Gespenst und Phanatasei. Pirkheimer gerir og gabb að galdrakonu, sem hann lætur koma fram í hinu alkunna háðriti sínu um Eck (Eckcius dedolatus). 1) Gaja er í rómaretti látið tákna konu alment.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.