Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Side 15

Eimreiðin - 01.07.1920, Side 15
ElMUEIÐINl UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR 207 Veðurathug- í menningarlöndunum, meðfram ströndum unarstöðvar. þeirra Qg á höfunum, þar sem því verður við komið, er búið að reisa mörg hundruð, jafnvel þúsundir veðurathugunarstöðva,1 * 3) sem hafa sterkar gætur á öllum veðrabrigðum, enda koma óveður þar sjaldan, nú orðið, alveg á óvart. Athugunarstaðirnir eru svo þéttir, og alt er á svipstundu tilkynt á þá staði, sem mest ríður á, áð- ur en veðrið kemur þar. Þessar stofnanir eru orðnar ein- hver allra sterkasti menningar- og hagfræðisþáttur at- vinnuveganna: allrar farmensku, landbúnaðar og iðnaðar. Veðurfræðin grípur alstaðar inn í daglega lífið. Þetta er alvarleg bending til vor íslendinga, sem erum nú að taka þessar athuganir í vorar hendur, landi og lýð til nytja og framfara, um að vanda þessar stofnanir sem allra best. Frá ómunatíð hefir veðrinu verið ljTst með frásögn — orðum —, en þegar jTms verkfæri voru tekin í þjónustu veðurathugana, er allskonar veðráttufar tilkynt með töl- um og merkjum. Er það miklu fyrirferðarminna og gleggra á ýmsan hátt. Þó getur umsögn verið nauðsynleg til skýr- inga. Hin fullkomnasta lýsing veðráttunnar eru veðurfars- uppdrcettir; þeir eru gerðir yfir ait veðráttufar: hilastig, vinda, úrlcomu, loftþunga, raka lofts, skýjamagn o. fl. Upp- drætti þessa má gera yfir einn sérstakan stað; þeir geta einnig náð yfir héruð, lönd og jafnvel allan hnöttinn. Þeir geta sýnt veðráttuna á hverri stund sem er, og þeir geta náð yfir stærri tímabil: daga, mánuði, ár og jafnvel aldir. Veðurfarsuppdrættir eru því einkar hentugir til að gera glögga grein fyrir hinum erfiða samanburði á veðráttufari héraða, bæði samtímis og á mismunandi tímabilum. Tveir vetur, því miður geta þessar veðurfarshugleiðingar 1880 81 og orðið nema á víð og dreif — í molum. Bæði er það, að tíminn er óhentugur til langra ritstarfa og plássið, sem mér er ætlað, mjög takmarkað, enda ekki tilgangurinn að rita neina veðurfræði. En úr 1) í Danmörku einni, sem er þrisvar sinnum minni en Island, eru nú um 160 stærri og minni veðuratliugunarstöðvar. Auk ljölda stöðva, sem einungis fást við sjóeðlisrannsóknir.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.