Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 13
Sigrún Magnúsdóttir Sameiginleg markmið bókasafna á Akureyri (Greinin er byggð á erindi sem varflutt á Landsfundi BVFI í Munaðarnesi 21. september 1996.) Það hefur aukist mjög erlendis á síðari árum að bókasöfn ólíkra tegunda hafa tekið saman höndum og komið á nánu sam- starfi með það fyrir augum að efla þjónustuna við viðskiptavini sína og skapa heildstæðara aðgengi fyrir borgarana að upplýs- ingum hvort heldur er til rannsókna, fróðleiks eða skemmtunar. A undanförnum árum hafa margvíslegar framfarir í tölvu- og upplýsingatækni gjörbreytt starfsumhverfi bókasafnanna jafn- framt því að skapa þeim fjölmarga möguleika á nánu samstarfi. Ef skoðað er efni erlendra fagtímarita um málefni bókasafna kemur í ljós að þó nokkuð er skrifað um samstarf bókasafna ólíkra tegunda víðsvegar í heiminum. Athyglisvert samstarfs- verkefni er í gangi í Sheffield í Englandi sent kallast "Access to Libraries for Learning." í því felst að sett hefur verið skýr opinb- er stefna um aðgengi fólks að stærstu bókasöfnum Sheffield, þ.e. háskóla-, framhaldsskóla- og almenningsbókasöfnum með það að markmiði að skilgreina hvaða þjónusta stendur borgur- unum til boða og hvaða aðstoðar þeir geta vænst á hverju safni um sig.' Einnig er það athyglisvert að bókasöfn í Juneau, höfuðborg Alaska, svokölluð Capital City Libraries, hafa þrátt fyrir það að þau eru rekin af óskyldum aðilum, bundist samtökum um að veita borgurum Juneau samræmda bókasafnsþjónustu. Bóka- söfnin eru fylkisbókasafnið (Alaska State Library), borgarbóka- safnið (City and Borough of Juneau Library), bókasafn fram- haldsskólans (Juneau Douglas High School Library) og háskóla- bókasafnið (University of Alaska Southeast). Söfnin nota öll sama tölvukerfið, lánþegarnir nota sama skírteinið á öllum söfnunum og Internet aðgangur er sameiginlegur.2 í framhaldsskólanum Shelton State Community College í Tuscaloosa, Alabama er safnakennsla fyrir nemendur þar sem sérstök áhersla er lögð á upplýsingalæsi skipulögð í samvinnu við fylkisbókasafnið, almenningsbókasafnið og háskólabóka- safnið. Kennslan fer fram á öllum söfnunum og er helsti kostur- inn sá, að nemendurnir kynnast almennings- og háskólabóka- söfnunum um leið og eigin safni.^ Að lokum skal sérstaklega bent á að í Skotlandi hefur verið svæðisbundið samstarf á milli háskólabókasafna og borgarbóka- safnanna bæði í Edinborg og Glasgow um árabil. Helstu sam- starfsfletirnir hafa verið aðföng og endurmenntun, starfs- menntun og þjálfun starfsmanna.4 Þetta eru aðeins nokkur dæmi um samstaif bókasafna og eru þau sett fram til staðfestingar þeirri fullyrðingu að bókasöfn af mismunandi tegundum eiga sameiginlegra hagsntuna að gæta, og að þau geta með samvinnu veitl betri þjónustu og skapað heildstæðara aðgengi að upplýsingum hvort heldur er til fróð- leiks eða skemmtunar. Einnig er freistandi að ætla að með sam- vinnu bókasafna væri hægt að ná fram hagræðingu sem síðan gæti leitt til aukinnar fjölbreytni í safnkosti og þjónustu. Bókasöfn á Akureyri hafa um langa hríð starfað mikið og vel saman, en það formlega samstarf sent hér er til umfjöllunar hófst með fundi á skrifstofu skóla- og menningarfulltrúa Akureyrar- bæjar 5. febrúar 1996. Umræðuefni fundarins var að reyna að komast að því hvort um samvinnu gæti orðið milli bókasafnanna í bænum og þá með hvaða hætti. Samstarfsgrundvöllurinn fannst þegar á fyrsta fundinum og hefur síðan verið unnið að sameiginlegri stefnumótun og markmiðssetningu bókasafnanna. Þeir sem hafa unnið að verkefninu auk undirritaðrar eru, Ingólf- ur Armannsson skóla- og menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, Hólmkell Hreinsson frá Amtsbókasafninu á Akureyri, en hann leiddi starfið, Ragnheiður Sigurðardóttir frá Skólasafni Mennta- skólans á Akureyri, Sigríður Sigurðardóttir frá Skólasafni Verk- menntaskólans á Akureyri, Ragnheiður Kjærnested frá Fagbókasafni Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Margrét Björgvinsdóttir frá Skólasafni Glerárskóla og Helga Thorlacius, einnig frá Skólasafni Glerárskóla. Þegar í upphafi var ákveðið að skipta liði, þ.e. Amtsbóka- safnið, framhaldsskólasöfnin tvö, fagbókasafn FSA og Bóka- safn Háskólans mynduðu starfshóp annars vegar og grunnskól- arnir hins vegar. Einnig var ákveðið að halda málþing um efnið síðar í því augnamiði að gefa bæði starfsmönnum, yfirmönnum og notendum safnanna tækifæri til að kynna sér hugmyndir starfshópsins og ekki síst til að fá fram enn fleiri hugmyndir að samvinnu frá þátttakendum. Málþingið sem var haldið laugar- daginn 4. maí, var vel sótt og mætti ágætlega þeim væntingum sem bundnar höfðu verið við það. Fjölmargar nýjar hugmyndir komu fram sem unnið var úr þegar hafist var handa á ný síð- sumars. I nóvember var „Skýrsla utn málefni bókasafna á Akur- eyri“ sem hópurinn vann tilbúin og hefur hún verið til umfjöllunar hjá aðildarstofnunum síðan. Er það von aðstand- enda hennar að hún fái góðan hljómgrunn hjá öllum þeim sem um hana fjalla svo að starfið geti haldið óhindrað áfram. Skýrslunni er skipt í tvo meginkafla, þ.e. annars vegar „Sam- eiginleg markmið bókasafna á Akureyri“ og hins vegar „Urn málefni grunnskólasafna á Akureyri“, en það endurspeglar þá verkaskiptingu sem varð í starfshópnum þegar í upphafi og skýrt var frá hér að ofan. Mun aðeins verða fjallað efnislega um fyrri hluta skýrslunnar hér. Sameiginleg markmið bókasafna á Akureyri Að stuðla að eflingu Akureyrar sem skóla- og menningarbæjar. Að styrkja stoðir atvinnulífs á Akureyri með því að veita aðgang að upplýsingum og efla þekkingu, m.a. í tengslum við nýsköpun og þróun. Að mynda heild hvað varðar aðgang að þjónustu safnanna. Að standa þannig að uppbyggingu safnkosts og þjónustu að fjölbreytnin verði sem mest og hag- kvæm nýting fjármuna náist. Að tryggja að söfnin ráði yfir nýjustu tækni hverju sinni til öflunar og miðlunar upplýsinga. Að tryggja að notendur safnanna hafi ekki síðri að- gang að upplýsingum til þekkingarauka og afþrey- ingar en best gerist annars staðar á landinu. BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.