Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 27

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 27
telja ríflegt en það hefði gjarnan mátt vera mun meira. Þá hefði verið rými fyrir tölvur, myndband og tónlist svo að eitthvað sé nefnt. Deildin er ætluð yngri börnum, unglingahorn er annars staðar í nánum tengslum við skáldsögur og myndbönd. Árangurinn lét ekki á sér standa þvf mun fleiri börn en venjulega tóku að venja komur sínar á bókasafnið eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd. Þær myndir sem fylgja greininni eru vinnuteikningar sem sýna hvernig verk er skipulagt á pappír. Ljósmyndir sýna svo hvernig raunveruleikinn er. Grunnteikninguna af safninu vann ég í samstarfi við bókaverði á Nesinu. Teikningar og þrívíðu tölvumyndirnar voru teiknaðar fyrir mig af arkitekt eftir mínum grunnteikningum. Ég birti þetta hér sem sýnishorn af því hvemig hægt er að hugsa á pappír og hanna, áður en að verkið er komið á framkvæmdastig. Mynd 1 sýnir hvernig hillubúnaði er komið fyrir á grunnfleti í barnadeild Bókasafns Seltjarnarness. Hillubúnaði er komið þannig fyrir að hægt er að hafa mjög mikinn sveigjanleika í starfsemi barnadeildar. Tvær þriggja stafgólfa hillustæður við vegg eru 180 sm háar en aðrar stæður eru 150 snt háar. Mynd 2 sýnir hillubúnaðinn í þrívíðri mynd og þannig er gott að gera sér grein fyrir hvernig búnaðurinn nýtist í deildinni. Hér eru miklir möguleikar á deild sem er í senn notaleg og ævintýraleg. Þetta er hægt að gera með því að mála deildina í fallegum litum og nota glugga í lofti til að skapa stemmingu. Lagt var til að einn veggur í deildinni yrði málaður gulur eins og sést í sýndarveruleika á Mynd 3. Hillum er raðað þannig að það myndast krókar og kimar sem skapa möguleika fyrir börnin að týnast á milli hillna og gleyma sér. Uti við gluggann er borð í barnastærð þar sem sitja má með félögunum og gólfpláss er nægjanlegt til að hafa púða og dýnur sem hægt er að liggja á, tala eða þegja saman. Þetta horn er tilvalið til að skapa möguleika á hlustun á tónlist og jafnvel hafa þar sjónvarp, myndband eða tölvur. Mynd 2 Mynd 3. Kringlótti glugginn í loftinu er stór og hátt uppi, á hann má hengja tjöld sem hægt er að fella niður og nota fyrir alls konar starfsemi t.d. leikhús, brúðuleikhús og jafnvel stjörnuskoðun. Sögustólinn er staðsettur á milli tveggja hillustæðna út við vegg. I kring um stólinn er lagt til að skapað verði rómantískt umhverfi. Stóllinn stendur tilbúinn fyrir alla sem vilja segja sögu, ekki bara barnabókavörðinn eða rithöfundinn. Hann er gamaldags, við hliðina á honurn er prjónakarfa og tebolli, köttur liggur á gólftnu á gamalli mottu. I þessum stól er hægt að komast á vit ævintýranna. Lagt er til að í barnadeildinni sé lítið brúðuleikhús með brúðum sem börnin hafa sjálf aðgang að og geta því leikið fyrir hvert annað eða pabba og mömmu. Húsgögnin séu blanda af venjulegum húsgögnum og öðrum húsgögnum gömlum og nýjum, í mismunandi stærðum. Lokaorð Barnadeildin er staður sem er hluti af stærri heild en samt heimur út af fyrir sig. Staðsetning hennar á að vera í röki'éttum tengslum við safnið í heild. Börnin eiga ekki að fá þá tilfinningu að enn einu sinni sé búið að koma þeim fyrir á stofnanalegum bás. Þau eiga að finna sig í að barnadeildin er staður sem þeim líður vel á en jafnfram fá það á tilfinninguna að allt safnið er fyrir þau ef að þau óska þess. Það gildir um allar deildir bókasafnsins að ef vel er til þeirra lagt verður árangurinn eftir því. Þegar húsnæði og innréttingar eru aðlaðandi - þá upplifum við það jákvætt, við getum valið, hafnað og viljum koma aftur og aftur. Þetta gildir líka um börnin. HEIMILDIR: Birkebæk, Birthe. 1995. Arbejdende værksteder pá biblioteket. Forestillinger om et bibliotek for de 10-14 árige. Ballerup : Dansk BilioteksCenter. S. 45-59. Cochran, Sally og Peter Gisolfi. 1997. Renovate it & they will come : designing a popular high school library. School Library Joumal Feb.: 25-29. Friedman, Cecilie og Anja Jacobsen. 1995. Det anderledes bibliotek. Forestillinger om et bibliotekfor de 10-14 árige. Ballerup : Dansk BilioteksCenter. S. 72-75. Gyldenkærne, Nanna. 1984. Biblioteksorientering i bprnebiblioteket - et spprgsmál om tryghed. Biblioteksorientering for alle. Ballerup : Bibliotekscentralens Forlag. S. 45-58 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.