Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 44

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 44
starfsemi sína. Hann liggur frammi hjá útlendingaeftirlitinu og víðar og er prentaður á vietnömsku, pólsku, tagalog, tælensku, rússnesku, ensku og spænsku, auk íslensku. Miðstöðin rekur bókasafn og kaupir til þess dagblöð frá ýms- um löndum. Bóka hefur einna helst verið aflað frá sendiráðum, t.d. tælenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Einnig gefa nýbúar bækur til miðstöðvarinnar, einkum barnabækur. Borgarbóka- safnið lánaði miðstöðinni bækur á sínum tíma, einkum fræðirit á ensku um land og þjóð. Þeim bókum hefur verið skilað, þar sem safnið í miðstöðinni hefur engum starfsmanni á að skipa og erfitt er orðið að halda utan um bókakostinn. Leshópar (móðurmálskennsla) fyrir börn eru starfræktir í miðstöðinni; fimm tungumálahópar eins og er en fjölgar von- andi í sjö á næstunni. Keypt hafa verið vinsæl barnamyndbönd, talsett á mörgum tungumálum. Félagasamtök nýbúa eiga mörg hver athvarf í miðstöðinni með starfsemi sína. Flest sem ég hef talið upp hér að ofan, flokkast undir starf- semi sem víða er sinnt af almenningsbókasöfnum (Carlsen 1987, s. 241; Ekman 1990, s. 79-82; Hellman 1990, s. 18; Chao 1993, s. 319-322; Kpbenhavn læser 1995, s. 35-36). Kristín kvað algengustu tungumálin eða málahópana sem nýbúar töluðu vera tælensku, tagalog, víetnömsku, rússnesku (slavneski málahópurinn), serbó-króatísku og kínversku auk ensku og Norðurlandamálanna. Hólmfríður Gísladóttir, fulltrúi hjá Rauða Kross íslands, sagði Rauða Krossinn ekki sinna þjónustu sem gæti flokkast undir bókasafnsþjónustu. Þeir ættu þó margs konar orðabækur og hefðu til sölu íslensk-pólska orðabók. Rauði Krossinn útvegaði á sínum tíma eintak af ökunámsbók á víetnömsku sem þýdd hafði verið úr sænsku á víetnömsku. Væri sú bók í stöðugu útláni. Flóttamannaráð Rauða Krossins hefði einnig á sínum ti'ma gengist fyrir þýðingu á víetnömskum þjóðsögum á ís- lensku. Hefðu þær verið gefnar út á íslensku og víetnömsku í sömu bókinni. Fulltrúi Rauða Krossins er var á ferð í Bosníu á nýliðnu sumri, keypti þar serbó-króatísk myndbönd fyrir börn. Myndböndin voru send bókasafninu á Isafirði til afnota fyrir flóttamannabörnin þar. Ég talaði við Margréti Björnsdóttur, forstöðumann og Þóru Hólm, deildarbókavörð á Skólasafnamiðstöð Reykjavíkurborgar til þess að kanna hvort þær vissu nokkuð um sérstaka þjónustu skólabókasafna við nýbúabörn. Þær kváðu hvert skólasafn sjálft ráða sínum innkaupum. Nýbúadeildir væru starfandi í nokkrum skólum, í öðrum skólum væru engin nýbúabörn. Lítið sem ekkert hefði verið gefið út hérlendis fyrir börn frá fjarlægunt landsvæðum. A fundi s. 1. vor hefðu erlendar bækur verið kynnt- ar fyrir skólasafnvörðum, aðallega léttlestrarbækur eða léttar barnabækur þar á meðal „tvítyngdar“ bækur. Skólar sem hafa nýbúabörn í nemendahópi sínum keyptu bækur til sinna safna. Ingibjörg Hafstað, námsstjóri í nýbúafræðslu á grunn- skólastigi, sagði að tilfinnanlegur skortur væri á efni fyrir nýbúa. Það vantaði bæði efni á móðurmáli nýbúanna og eins efni á íslensku um löndin sem þeir koma frá. Fjárveiting til nýbúafræðslu færi mest öll beint í kennslu og dygði þó vart til þess að sinna brýnustu þörfum á því sviði. Til þess að afla saln- kosts þyrfti helst að fá sérfjárveitingu. Alltof lítið væri til af orðabókum. Ingibjörg nefndi þann möguleika að tölvuvæða bókakost, sérstaklega orðabækur, og setja hann inn á tölvunet þannig að börn gætu flett beint upp í orðabók hvert frá sínum skóla. Hún kvað Svía vera vel á veg komna með slíkt verkefni og væri spennandi að fylgjast með, hvernig til tækist. Þjónusta erlendra almenningsbókasafna við nýbúa í Noregi, Danmörku og Svíþjóð virðist þjónustan vera byggð upp á svipaðan hátt (Nyeng 1987, s. 686-687; Rispy Tveter 44 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 1987, s. 234-235, 275; Ekman 1990, s. 78-79; Hellman 1990, s. 16-17; Kpbenhavn læser 1995, s. 35-36). Bókasafnsþjónusta við nýbúa virðist að miklu leyti miðlæg. Akveðnar miðstöðvar eða ákveðin bókasöfn afla og skrá mest allt það safnefni sem keypt er fyrir nýbúa og lána það síðan út til almenningsbókasafnanna. Þessar miðstöðvar eru meira og minna ríkisreknar. Þær eru: Folkebibliotekernes Indvandrerbibliotek, Ballerup; Invandrar- biblioteket vid Helsingfors stadsbibliotek; Det flerspráklige bibliotek vid Deichmanske biblioteket, Oslo og Invandrarláne- centralen, Stockholms stadsbibliotek. Nýbúar á Norðurlöndum fengu lengi vel þjónustu sem miðaði að því eingöngu að aðlaga þá að lífi í nýja landinu (Ekman 1990, s. 75-76). Rannsókn sem gerð var í Svíþjóð á áttunda áratugnum, leiddi í Ijós að nýbúum og einkum þó börnum þeirra, gekk betur að aðlagast lífinu í nýju landi ef þeir gátu haldið tengslum við eigin tungu og menningu (Ekman 1990, s. 76). Um og upp úr 1980 var sú stefna orðin ráðandi á Norður- löndum að almenningsbókasöfn þyrftu að sinna þessum þörfum nýbúa með því að sjá þeim fyrir safnefni á móðurmáli þeirra. Hér er ekki bara verið að tala um bækur fyrir alla aldurshópa heldur einnig dagblöð, tímarit, tónlist og jafnvel fleira (Nyeng 1987, s. 687; Ekman 1990, s. 79-81). Almenningsbókasöfn á Norðurlöndum hafa reynt að framfylgja þessari stefnu og mæta þörf nýbúa fyrir fjölbreytt safnefni á öllum mögulegum tungumálum eftir bestu getu. Nýbúum hefur farið mjög fjölgandi á Norðurlöndum á síðari árum og ýmis vandamál eru nefnd sem gera bókasöfnum erfitt fyrir að halda uppi góðri þjónustu við þá. Það eru meðal annars atriði eins og mikill tungumálafjöldi sem nýbúar eiga að móður- máli, margvíslegir erfiðleikar við að afla efnis á sumum tungumálum, skortur á hæfu starfsfólki með nógu fjölbreytta tungumálakunnáttu, andúð vissra þjóðfélagshópa á nýbúum og síðast en ekki síst sá mikli kostnaður sem góð nýbúaþjónusta hefur í för með sér (Nyeng 1987, s. 686; Rispy Tveter 1987, s. 235; Hellman 1990, s. 16-17; Storch 1992, s. 433). Tinker (1990) ræðir nýbúaþjónustu almenningsbókasafna í Bretlandi. Hann leggur áherslu á að nýbúar þurfí góða þjónustu til þess að þeir geti orðið góðir og nýtir þegnar Bretaveldis. Hann telur nauðsynlegt að útvega sem flestum safnefni á eigin tungu og leggur áherslu á góða þjónustu við nýbúahópana börn, konur og aldraða sem oft standi höllum fæti. Tinker leggur mikla áherslu á að kynna menningu nýbúa fyrir öðrum þjóð- félagshópum. Telur hann það gagnlegt í baráttunni gegn kynþátta-fordómum fyrst og fremst en talar ekki sérstaklega um að það sé nýbúunum nauðsynlegt til sjálfsstyrkingar. Sú hugsun er þó orðin vel þekkt í Bretlandi á síðari árum (Lund &Tvete 1987, s. 240). Tinker talar sérstaklega um erfiðleika við öflun safnefnis og að erfitt sé að fá hæft starfsfólk til starfa við nýbúa- þjónustu. Chao (1993) leggur áherslu á mikilvægi hlutverks almenn- ingsbókasafna í þjónustu við nýbúa. Lýst er átaki sem unnið hef- ur verið að við Queens Borough almenningsbókasafnið í New York og nefnt hefur verið „The New Americans Program". I því hefur falist margháttuð þjónusta við nýbúa. Chao og Somerville (1995) leggja áherslu á að fjölbreytt bókasafnsþjónusta við nýbúa og góð alhliða kynning á fjölþjóðlegri menningu (multi- culturalism) sé besta leiðin til þess að gera nýbúa að traustum þegnum síns nýja þjóðfélags og vinna gegn kynþáttafordómum. Lokaorð Eins og fram kemur hér að framan í viðtölum við íslenska almenningsbókaverði virðist þjónusta safnanna við nýbúa vera sáralítil. Lítið virðist vera til af efni handa nýbúum sérstaklega og skipuleg bókaútlán til þeirra liafa hingað til að miklu leyti byggst á millisafnalánum frá Norðurlöndunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.