Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 51
Karítas Kvaran / Markaðssetning almenningsbókasafna á Islandi Inngangur Grein þessi byggist að mestu á meistaraprófsritgerð höfundar sem unnin var við háskólann í Wales á tímabilinu október 1994 til september 1995. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er mark- aðssetning almenningsbókasafna. Meðal efnis sem ritgerðin byggir á eru viðtöl við forstöðumenn, fimm almenningsbóka- safna á Islandi, um markaðssetningu þeirra safna sem þeir voru í forsvari fyrir og skyld efni. Söfnin eru öll staðsett á suðvestur- horni landsins og til samans þjóna þau um 54,7% landsmanna. Til samanburðar voru tekin viðtöl við tvo aðra forstöðumenn einn frá listasafni og annan frá minjasafni. í viðtölunum var stuðst við spurningalista sem áður hafði verið prófaður og endurskoðaður. Samtals eru þetta 46 spurningar í 1-3 liðum. Spurningalistinn er í 4 hlutum: 1. hluti. Spurningar almenns eðlis um safnið. 2. hluti. Spurningar um markaðsetningu, markaðsáætlanir og markaðsrannsóknir 3. hluti. Samskipti við safnstjórnir eða bókasafnsnefndir. 4. hluti. Spurningar varðandi tækifæri, ógnanir og framtíð safnanna. Auk þess var gerð athugun á ýmsum þáttum, sem lúta að aðgengi almennings að söfnunum, atriðum eins og merkingum utanhúss og innan, auglýsingum í símaskrá, hvort starfsmenn væru auðkenndir, hvort einhverjar sýningar væru í gangi og hvort kynningarbæklingar um þjónustu safnsins lægju frammi svo dæmi séu tekin. Viðtölin voru öll tekin upp á segulband. Spurningarnar voru sambland af lokuðum og opnum spurning- um sem gerðu viðtalið sveigjanlegra og gáfu færi á að þróa viðtalið. Með því móti var viðmælandanum gefið færi á að koma á framfæri upplýsingum, sem ekki var spurt unt beint. Það er nauðsynlegt að hafa ramman í viðtölum sem þessum ekki of þröngan, því aðstæður eru misjafnar og ekki gerlegt að hanna lokaðan spurningalista sem jafnframt er tæmandi fyrir alla. Viðtölin fóru fram á tímabilinu frá lok desember 1994 til byrjun febrúar 1995. Hafa ber í huga að margt hefur gerst á söfnunum síðan þessi viðtöl voru tekin og aðstæður eru að einhverju leyti breyttar. Ekki er unnt að gera grein fyrir nema litlu broti af niðurstöðum þeim sem fengust í viðtölunum og hefur því verið valið úr og leitast við að skýra frá þeim niðurstöðum sem áhuga- verðastar þykja. Fyrst verður stuttlega gerð grein fyrir hugtakinu markaðssetning. Hvað er markaðssetning? Algengt er að menn álíti að markaðssetning og almannatengsl / kynningarstarf séu eitt og það sama. í ritgerðinni er gengið út frá þeirri skilgreiningu á markaðssetningu að um sé að ræða stjórnunarlegt ferli, sem feli í sér greiningu, áætlanagerð, framkvæmd og mat á þjónustuþáttum, sem ætlað er að skapa, byggja upp og viðhalda góðum samskiptum við markhópa, í þeim tilgangi að ná settum markmiðum markaðssetningarinnar. I heimspeki markaðsfræðinnar snýst allt um viðskiptavini og þarfir þeirra. Starfsmenn stofnana og fyrirtækja sem hafa tileinkað sér viðhorf markaðsfræðinnar miða störf sín fyrst og fremst við þá grundvallarspurningu, hvernig hægt sé að aðlaga þjónustuna eða vöruna að breytilegum þörfum viðskiptavinanna °g hvernig sífellt sé hægt að ná til nýrra hópa. Fram til 1960 voru aðferðir markaðsfræðinnar fyrst og fremst notaðar af fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í ábataskyni. En á síðari hluta sjötta áratugarins tóku fræðimenn að útvíkka skil- greiningar sínar á hugtakinu markaðssetning og tóku að nota það fyrir stofnanir sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni og um þjónustu en ekki aðeins um vöru. Þessir fræðimenn halda því fram að allar stofnanir bjóði framleiðslu sem fólk notar. Sumar þessar framleiðsluvörur eru hlutir eins og ísskápar og bílar, en aðrar eru huglægar eins og upplýsingar og þjónusta af ýmsu tagi. í dag nota margvíslegar stofnanir, sem ekki eru reknar í ábataskyni aðferðir markaðsfræðinnar og hafa lagað starfsemi FERLI MARKAÐSSETNINGAR A HVAR ERUM VIÐ NÚ? - Markaðsgreining Markaðsrannsóknir, notendakannanir, kannanir meðal þeirra sem ekki nota söfnin. Innri og ytri greining á umhverfi safnsins: styrkur, veikleiki, möguleikar, ógnanir. Samfélagsgreining: lýsing á því samfélagi, hverfi, bæjarfélagi sem safnið þjónar, með tilliti til aldursdreifingar íbúa, menntunar og efnalegrar stöðu. Atvinnustarfsemi, stofnanir, klúbbar, félög sem starfandi eru á þjónustusvæði safnsins. Helstu markhópar skilgreindir. B HVERT VIUUM VIÐ STEFNA ? Framtíðarsýn, hlutverk, langtíma og skammtíma markmið skilgreind. Val á markhópum. Hver á ímynd safnsins að vera? Áætlanir um markaðsþróun. C HVERNIG NÁUM VIÐ SETTU MARKI? Nákvæmar framkvæmdaáætlanir með tímamörkum. Boðum komið til markaðarins. ÁÆTLUNUM HRINT í FRAMKVÆMD D MAT Á ÁRANGRI. Niðurstöður bornar saman við sett markmið. stofnananna að þörfum notenda í ríkara mæli en áður. Hér má nefna stofnanir á heilbrigðissviði, menntastofnanir, kirkjur, góð- gerðarfélög, umhverfissamtök og menningarstofnanir á borð við leikhús, sinfóníuhljómsveitir, balletflokka, iistasöfn og bóka- söfn. Viðtöl við forstöðumenn almenningsbókasafna - helstu niðurstöður Söfnin sem athuguð voru eru mjög misjöfn að stærð og að- búnaði og setur þessi mismunur að sjálfsögðu mark sitt á svörin. Á tveimur safnanna voru forstöðumennirnir nokkuð nýir í starfi og voru aðstæður mismunandi þegar þeir tóku við. BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.