Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 55

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 55
Sérhæfð upplýsingaþjónusta á almenningsbókasöfnunum er ekki fyrir hendi í dag hér á landi. Eins og áður hefur komið fram bjóða þau upp á svipaða þjónustu hvert um sig. Það væri til mikilla bóta ef söfnin kæmu sér saman um að sérhæfa sig á einhverju ákveðnu sviði upplýsingaþjónustu og kynna síðan almenningi þá sérhæfmgu. Samstarf við rannsóknarsöfn á ákveðnum sérsviðum væri einnig athugandi. Læknisfræðibókasöfn sjúkrahúsanna hafa yfír að ráða öflugum safnkosti og upplýsingaþjónustu, sem almenn- ingur hefur ekki aðgang að. Upplýsingar um sjúkdóma og lyf eru þó mjög mikilvægar, ekki einungis fyrir sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsunum og fólk sem liggur inni á sjúkrahúsum, heldur allan almenning. Niðurstöður og tillögur til úrbóta Þegar útlánatölur almenningsbókasafnanna eru skoðaðar kemur í ljós að útlán á hvern íbúa hafa lækkað á síðustu 10-15 árum en munur á útlánatölum sambærilegra bókasafna er um- talsverður. Bókasafn Hafnarfjarðar var með eitt lægsta útlána- hlutfall sem um gat til skamms tfma, ef marka má tölur frá bóka- fulltrúa ríkisins. En með auknu fjárframlagi, breyttum opnun- artíma, auknu þjónustuframboði, og kynningu á starfsemi safns- ins til ákveðinna markhópa jukust útlán safnsins um 50% á tveimur árum. Þetta dæmi frá Bókasafni Hafnarfjarðar sannar svo um munar að hægt er að auka útlán og notkun bókasafns umtalsvert á stuttum tfma. Hugtökin markaðssetning og almannatengsl eru í hugum margra eitt og hið sama, en almannatengsl og kynningarmál eru aðeins einn þáttur markaðssetningarinnar, reyndar mjög mikil- vægur þáttur, en aðeins einn af mörgum. Það er því mikilvægt að starfsmenn safnanna hugi einnig að öðrum þáttum markaðs- setningarinnar, þáttum eins og greiningu á stöðu safnsins, not- endakönnunum, áætlanagerð og mati á árangri, en þessir þættir markaðssetningarinnar fyrirfinnast í litlum eða engum mæli. Markaðssetning er ekki hluti af reglubundnu starfi safnanna, menn greinir á um mikilvægi þessa þáttar og nokkurs ótta virðist gæta varðandi það að vekja of mikla athygli á starfsemi safnanna. Menn óttast að söfnin rísi ekki undir þeim væntingum sem til þeirra yrðu gerðar og að álagið á starfsfólk yrði of mikið. - Þjálfun og menntun starfsmanna Til þess að bæta þær aðferðir sem notaðar eru við markaðs- setningu þarf að kynna starfsmönnum safnanna þá hugmynda- fræði sem liggur að baki markaðssetningar og þær aðferðir sem notaðar eru. Samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn þá skal leitast við að ráða fólk með menntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræða sem forstöðumenn á helstu almenningsbóka- söfn landsins. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á kennslu í stjórnun og markaðsfræði í námi bókasafnsfræðinga. Vert væri að bjóða upp á sérstakt stjórnunarsvið og mætti að verulegu leyti samnýta námskeið sem boðið er upp á í viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla fslands. Aukin áhersla á rannsóknir og rannsókn- araðferðir væri einnig til bóta í námi bókasafnsfræðinga. Auk mikilvægi þess að skapa nýja þekkingu á málefnum bókasafna, eru stúdentar sem hafa hlotið þjálfun í rannsóknarvinnu líklegri td að nýta þá reynslu sína þegar þeir taka til starfa á söfnunum síðar meir. Endurmenntunarnámskeið fyrir starfsmenn eru nauðsynleg. Eins og einn viðmælandi lagði til er þörf á tvenns konar nám- skeiðum, almennum námskeiðum um markaðssetningu sem ætlað er öllu starfsfólki safnanna og sérhæfðari námskeiðum fyir þá starfsmenn sem eiga að bera ábyrgð á þessum þætti í stjórnun safnanna. - Markaðssetning einstakra safna Ef ekki eru aðstæður til að ráða sérstakan kynningar- og markaðsfulltrúa á einstök söfn, væri til bóta að verkefnaráða tímabundið starfsmann með sérþekkingu á þessu sviði. Þessi starfsmaður gæti tekið að sér að þjálfa fastan starfsmann sem tæki við þegar sá verkefnaráðni hætti. Sem lið í því að skapa notendavænt umhverfi á safninu þyrfti að þjálfa starfsfólk í afgreiðslu sérstaklega og skýra betur vald afgreiðslufólks til að taka ákvarðanir sem snerta viðskiptavini. Það er óviðunandi að það starfsfólk sem sér um afgreiðslu geti ekki, eða sé ekki treyst til að taka ákvarðanir í málum sem upp kunna að koma ef yfir- maður er ekki á staðnum. Sem dæmi má nefna að sums staðar má ekki lána út ákveðin safngögn nema með leyfí forstöðu- manns Ef forstöðumaðurinn er ekki á staðnum er enginn sem getur tekið af skarið. Það kynningarefni sem bókasöfnin útbúa um starfsemi sína eru með örfáum undantekningum almenn kynningarrit, sem ekki eru ætluð ákveðnum markhópum. Auk þessa almenna kynningarefnis er full þörf á að framleiða kynningarefni sem ætlað er sérstökum afmörkuðum hópum. - Samstaif safna í markaðsmálum Eins og áður hefur verið tæpt á, væri til bóta ef söfn á nær- liggjandi svæðum hefðu samvinnu um uppbyggingu safnkosts og upplýsingaþjónustu. Einstök söfn taki að sér, fyrir utan almenna uppbyggingu safnkostsins að byggja upp sérsvið sem þau væru sterkari á en nágrannasöfnin. Sums staðar er þegar til vísir að svona samstarfi. Leitast ætti við að bjóða upp á þjónustu sem ekki er boðið upp á hjá nágrannasöfnunum og á þann hátt að auka fjölbreytni í framboði á þjónustu á svæðinu. Söfn á nærliggjandi svæðum gætu síðan kynnt þjónustu sína að hluta til sameiginlega og dregið fram sérkenni á þjónustu hvers safns um sig. - Bókavarðafélög Bókavarðafélögin eru mörg og kraftarnir dreifðir, en félögin hafa í áranna rás staðið fyrir margs konar kynningum á bóka- söfnum, bókum, bókmenntum og ýmsu því er snertir bókina og er slík starfsemi af hinu góða. Bókavarðafélögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna í stefnumótun og markaðs- og kynningar- málum safnanna. Félag bókasafnsfræðinga hefur í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskólans staðið fyrir fjölmörgum námskeiðum fyrir starfandi bókasafnsfræðinga. Árið 1994 voru stofnuð samtök PR bókavarða á Norðurlöndum og var stofnaður íslenskur PR hópur í febrúar 1995. Þessir aðilar hafa myndað umræðuhóp á Internetinu þar sem fjallað er um markaðs- og kynningarmál. Hópar af þessu tagi eru starfandi viða. Samnor- rænir fundir og ráðstefnur hafa verið haldnar um þetta efni. En það nægir ekki að bókaverðir ræði saman innbyrðis, hugmynd- unum þarf að koma í framkvæmd. - Markaðsrannsóknir, markaðsáœtlanir Eins og drepið hefur verið á áður þyrfti að leggja meiri rækt við rannsóknir sem lúta að notkun safnanna og þörfum notend- anna. Niðurstöður úr slíkum athugunum ætti síðan að nota þegar markaðsstarfið er skipulagt. Þó að íslenskt þjóðfélag sé ekki eins fjölmennt og margbreytilegt í félagslegu og menningarlegu tilliti og flest önnur þjóðfélög sem við miðum okkur við, geta starfsmenn bókasafna ekki gengið út frá því sem vísu að þeir þekki þarfír notenda sinna og væntanlegra notenda, án þess að ráðfæra sig við þessa hópa. Þekking á þörfum notandans og þeirra sem ekki nota söfnin, er forsenda þess að skapa starfs- umhverfi á bókasafninu þar sem þarfir notandans eru ætíð í brennidepli. BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 55

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.