Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 1
Heimur og geimur.
Pættir úr alþýðlegri stjörnufræði.
Eftir
forvald Thoroddsen.
1. Breytileg'ar og nýjar stjörnur. Heimsendir.
Allmargar stjörnur hafa þá undarlegu náttúru, aö
þær breyta Ijósi sínu við og við, verða daufari um tíma
og skírast svo aftur, það er eins og ljósmagn þeirra sje
á reiki eða fjari út og falli að. Hjá sumum tegundum
þessara stjarna gjörast breytingarnar á vissum tímum,
eftir föstum reglum, daufari og bjartari tímabil skiftast á,
og eru þau mismunandi löng, stundum nokkrar klukku-
stundir, stundum nokkrir dagar, stöku sinnum heil ár;
aðrar eru hvikular- í ráði sínu og ekki hægt að sjá þær
fylgi neinum reglum. Stundum kemur fyrir, að ný stjarna
kemur í Ijós á himninum, þar sem engin hefur áður verið,
stækkar og kemst í röð með björtustu stjörnum festingar-
innar, en svo dregur fljótt af ljósmagninu og stjarnan verð-
ur mjög lítil eða hverfur alveg. Menn hafa reynt að skýra
þessi fyrirbrigði á ýmsan hátt og hefur tekist það að
sumu leyti, en margar gátur þar að lútandi hafa vísindin
enn ekki getað ráðið. Stjörnum af þessum tegundum hef-
ur verið skift í 5 flokka og eru nýju stjörnurnar þá tald-
ar í 5. flokki.
Breytilegar stjörnur í fyrsta flokki hafa vanalega
stöðugt ljós, er alt í einu deyfist nokkrar klukkustundir
1