Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 4
IJorv. Thoroddsen
. 4
mánuðir. Undir þann fiokk heyrir furðustjarnan (Mira eða
Omikron í Hvalsmerki), sem var hin fyrsta breytilega
stjarna, er stjörnufræðingar athuguðu. Hinn hollenzki
prestur og stjörnufræðingur David Fabricius (f. 1564, d.
1617) tók fyrstur eftir breytingum þessarar stjörnu
1596. Stundum er stjarna þessi mjög björt með birtu
milli fyrstu og annarar raðar og getur haldið þeirri birtu
í nokkrar vikur, fer svo að minka og hverfur sjónum
manna eftir rúma 70 daga; í 7 mánuði er stjarnan ó-
sýnileg, og eftir að hún kemur fram aftur, er hún að
vaxa í rúma 40 daga, er mánuði skemur að koma í ljós
en hverfa. Alt breytingatímabilið tekur vanalega yfir
ellefu mánuði, en er alls ekki fulikomlega reglubundið,
að meðaltali telur Argelander tímabilið vera 333 daga,
en það kemur fyrir, að það getur verið alt að því mán-
uði skemra eða lengra. Stundum kemur það fyrir, að
Mira nær eigi meiri birtu þegar hæst er en fimta flokki
og tæplega það, svo mannsaugað varla getur grilt hana
í eitt eða tvö ár. Mira er á hraðri ferð um geiminn, 63
km. á sekúndu, en rákirnar í ljósbandinu sýna, að þar er
fleira í hreyfingu en stjarnan sjálf, þykjast sumir hafa
fundið rök fyrir því, að tveir dusthringir sjeu á sífeldri
umferð um stjörnuna, og halda það sje þeir, sem valda
þessum ljósfyrirbrigðum, eftir því sem þeir horfa við frá
jörðu; ætla menn þeir sjeu líkir hringum Satúrnusar;
þetta er þó enganveginn fullsannað. Síðar hafa margar
aðrar minni stjörnur fundist af þessum flokki (um 130),
og eru birtutímabil þeirra mjög mismunandi, minst 65'
dagar, mest 2 ár, sem sannreynt er, þó gruna menn eina
stjörnu um 4 ára tímabil. Af þessum flokki eru flestar
stjörnur rauðar, hefur ljós 98 verið rannsakað og reynd-
ust 2 eða 3 alhvítar, 1 eða 2 gulhvítar, 6 gular, 28 með
l) Landfræðissaga I, bls. 191 —194.