Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 5
Heimur og geimur
5
litbreytingum frá gulu til rauðs og 59 fullkomlega rauðar.
fessi undarlegu fyrirbrigði hafa orsakað stjörnufræðingum
mikil heilabrot, eru flestir eða allir á því máli, að breyt-
ingar þessar orsakist ekki af myrkvunum eða fyrirgangi
jarðstjarna eða annara himintungla, heldur hljóti að vera
annars eðlis. Af hinum rauðleita ljósbjarma ráða menn,
að flestar þessar stjörnur sjeu farnar að kólna, á þeim
hafi myndast sólblettir og sumstaðar meira og minna
samanhangandi flakar af gjalli úr storknuðum efnasam-
böndum; má bera þetta saman við ástandið á vorri sól,
þar myndast við og við sólblettir, venjulega flestir með
11 ára millibili, sem þó raskast nokkuð stundum; á
stjörnum þessum hugsa menn sjer kólnunina meiri og
sólblettina því miklu stærri og fleiri, einnig að snúnings-
hraðinn um möndul þessara stjarna sje orðinn minni.
Sumir ætla, að birtubreytingarnar stafi af þessum kólnun-
arfyrirbrigðum. Aðrir, sjerstaklega J. N. Lockyer, hafa
haldið þeirri kenningu fram, að stjörnur þessar sjeu ekki
i raun og veru samanhangandi hnettir, heldur stórhópar
af vígahnöttum (meteórum), sem raunar sjeu dimmir í
sjálfu sjer, en við og við skerist brautir þessara meteóra,
þá rekast mörg á og alt uppljómast af hita þeim, sem
við það kemur fram. Aðrir halda því fram, að stjörnur
þessar sjeu reglulegir hnettir, en að gufuhvolf þeirra sje
fult af dusti, sem orsakar hin sjerstöku ljósfyrirbrigði. Af
þessum og öðrum getgátum er auðsjeð, að stjörnufræð-
ingar vita svo sem ekkert með vissu um orsakir þessara
óreglulegu ljósbreytinga, og eðli þeirra er í rauninni hul-
inn leyndardómur. Af þessum fjórum flokkum breyti-
legra stjarna, sem hjer er getið, hafa hingað til 14—1500
einstaklingar verið skrásettir. Auk þeirra hafa menn á
seinni árum í ýmsum fjarlægum stjörnuþyrpingum (eink-
um í Magellansskýjum) fundið fjölda af breytilegum
stjörnum, sem ekki hefur enn tekist að gjöra sjer vel