Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 5

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 5
Heimur og geimur 5 litbreytingum frá gulu til rauðs og 59 fullkomlega rauðar. fessi undarlegu fyrirbrigði hafa orsakað stjörnufræðingum mikil heilabrot, eru flestir eða allir á því máli, að breyt- ingar þessar orsakist ekki af myrkvunum eða fyrirgangi jarðstjarna eða annara himintungla, heldur hljóti að vera annars eðlis. Af hinum rauðleita ljósbjarma ráða menn, að flestar þessar stjörnur sjeu farnar að kólna, á þeim hafi myndast sólblettir og sumstaðar meira og minna samanhangandi flakar af gjalli úr storknuðum efnasam- böndum; má bera þetta saman við ástandið á vorri sól, þar myndast við og við sólblettir, venjulega flestir með 11 ára millibili, sem þó raskast nokkuð stundum; á stjörnum þessum hugsa menn sjer kólnunina meiri og sólblettina því miklu stærri og fleiri, einnig að snúnings- hraðinn um möndul þessara stjarna sje orðinn minni. Sumir ætla, að birtubreytingarnar stafi af þessum kólnun- arfyrirbrigðum. Aðrir, sjerstaklega J. N. Lockyer, hafa haldið þeirri kenningu fram, að stjörnur þessar sjeu ekki i raun og veru samanhangandi hnettir, heldur stórhópar af vígahnöttum (meteórum), sem raunar sjeu dimmir í sjálfu sjer, en við og við skerist brautir þessara meteóra, þá rekast mörg á og alt uppljómast af hita þeim, sem við það kemur fram. Aðrir halda því fram, að stjörnur þessar sjeu reglulegir hnettir, en að gufuhvolf þeirra sje fult af dusti, sem orsakar hin sjerstöku ljósfyrirbrigði. Af þessum og öðrum getgátum er auðsjeð, að stjörnufræð- ingar vita svo sem ekkert með vissu um orsakir þessara óreglulegu ljósbreytinga, og eðli þeirra er í rauninni hul- inn leyndardómur. Af þessum fjórum flokkum breyti- legra stjarna, sem hjer er getið, hafa hingað til 14—1500 einstaklingar verið skrásettir. Auk þeirra hafa menn á seinni árum í ýmsum fjarlægum stjörnuþyrpingum (eink- um í Magellansskýjum) fundið fjölda af breytilegum stjörnum, sem ekki hefur enn tekist að gjöra sjer vel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.