Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 13
Heimur og geimur
3
var getið er ljósbandið mismunandi eftir því, hvort birtan
kemur frá föstum líkama eða gufukendum; glóandi fastur
líkami sýnir samanhangandi regnbogaband, en skíni ljósið
þaðan gegnum glóandi gufu, koma fram dimmar rákir f
ljósbeltinu; komi ljósið eingöngu frá glóandi gufu, sjást
þar að eins dreifðar mislitar rákir á dimmum grunni. Af
þessu er auðsjeð, að litsjáin getur gefið þýðingarmiklar
upplýsingar um eðli og efni þokustjarna og stjörnuþyrp-
inga. Ljósbandið sýnir þegar í stað, hvort fjarlægur
stjörnubjarmi, sem sjónpípur geta ekki greitt í sundur,
orsakast af fjarlægum stjörnuhópum eða gufumökkum í
geimnum; menn hafa því á seinni tímum fengið langt um
betri þekkingu um þokustjörnur og eðli þeirra en áður var
hægt að fá. Pó er enn margt þar að lútandi ókantiað og
ráðgáta fyrir mannlegan anda.
Hin fullkomnu nýju rannsóknartæki hafa ákaflega aukið
tólu þokustjarna, með hinum stóru sjónpípum hefur fjöldi
fundist og svo hafa litsjáin og ljósmyndavjelin uppgötvað
margar áður óþektar. Áður en stjörnukíkirar komu til
sögunnar, þektust að eins 11 stjörnuþyrpingar og þoku-
stjörnur á allri festingunni, af hinum eiginlegu þokum sjest
engin með berum augum, nema Andromedu-þokan, og
sumir munu geta grilt Orions-þokuna. Á 18. öld leitaði
hinn frakkneski stjörnufræðingur Charles Messier (1730—
1817) að halastjörnum og stjörnuþokum og fann 14 nýjar
halastjörnur og 103 stjörnuþokur, sem hann skrásetti 1771-
Síðan jókst þekkingin um þessa himinlíkami lítið, unz
William Herschel ljet byggja hina miklu skuggsjár sjónpípu
sína, sem getið er um í Ursíns stjörnufræði, fann hann
með henni fjölda af stjörnuþokum og skrásetti 2500 þeirra;
sonur hans John Herschel (1792—1871), sem lengi var í
Kaplandi til þess að skoða suðurhimininn, bætti miklu við,
og í skrá hans, er út kom 1864, eru 5079 stjörnuþyrping-
ar og þokustjörnur taldar. Á seinni tímum hefur hinn