Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 19
Heiniur og geimur
9
um bláum bjarma, sem deyfist út á við; alskonar bognar
og snúnar angalíur, fellingar og slæður ná frá miðþokunni
langt út í geim, og fleiri og fleiri greinar koma í ljós,
eftir því sem sjónpípurnar verða betri. Litsjáin hefur
sýnt, að efnasamsetning Orions-þoku er mjög óvanaleg,
þar er mikið af sjerstöku frumefni, sem hefur ekki fundist
annarstaðar; það er inst í þokunni, en utar er vatnsefni
og helium. Margar breytilegar stjörnur eru í þessu mikla
þokuhafi, sem nær yfir mjög stórt svæði í geimnum.
Hvað stór Orions-þokan sje er ekki hægt að mæla, en
hins vegar geta menn með nokkurri sannsýni ætlast á
um, hve stór hún hljóti að vera að minsta kosti, og er
þó örðugt að finna mælikvarðann. Ef maður hugsaði sjer
þokuhnött svo stóran, að hann næði frá sólu til jarðar,
þ. e. að jarðbrautin um sólu væri miðjarðarlína hans, þá
þykjast stjörnufræðingar geta fullyrt, að miljón slíkra
hnatta mundi ekki nægja til þess að fylla rúmtak Orions-
þokunnar. Á hinu suðlæga himinhvolfi er stór og merki-
leg stjörnuþyrping, sem kölluð er Magellansskýin eða Kap-
skýin, kippkorn frá vetrarbrautu, þau senda frá sjer mik-
inn ljósbjarma og eru samsett af fjölda stjörnuhópa með
ýmsum stærðum, þokum og þokustjörnum. John Her-
schel taldi í Magellansskýjum 278 sjerstakar stjörnuþyrp-
ingar og þokustjörnur og auk þess 600 aðrar stjörnur.
Við nána athugun himinhvolfsins hefur það sjest, að
þokur með hvirfingum og sveipum margvíslega snúnum
eru lang-algengastar; það hefur oft komið í ljós, að hnött-
óttar eða aflangar þokur hafa reynst snúnar, þegar nánar
var athugað. Oft eru í þokum þessum misþykkir taumar
eða kekkir, og yfir höfuð er útlit þeirra svo breytilegt,
að örðugt er að lýsa því í stuttu máli. fessi sveipmynd-
un margra þokulíkama í geimnum er eðlileg afleiðing af
hreyfingu þeirra og snúningi. Allir líkamir í geimnum eru
í hreyfingu, og ef einhver stór eða lítill hnöttur snertir