Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 22
22
lJorv Thoroddsen
samanburði á þokustjörnum og stjörnuþyrpingum víðs-
vegar um geiminn má finna öll stig og milliliði þessarar
þróunar.
3. Vetrarbrautin. Takmörk alheimsins.
Auk hinna mörgu dreifðu stjarna, sem tindra um alt
himinhvolfið, sjáum vjer líka í hreinviðri mikið belti um
himininn þveran með ljósleitum bjarma, það er eins og
glampandi ský eða gljáandi elfa taki yfir hvolfið þvert frá
einni hlið sjóndeildarhrings til annarar. Petta belti köll-
um vjer vetrarbraut og Svíar nefna það líka »vintergatan«;
líklega er nafnið dregið af því, að hún sjest bezt í frost-
heiðu veðri á vetrum. I öðrum löndum hefur vetrar-
brautin tekið nafn af hinu hvítleita skini og er kölluð
mjólkurvegur J) og mjólkurhringur á norrænu til forna. í
vetrarbrautinni og í nánd við hana sjest með berum aug-
um fjöldi af ljósdaufum stjörnum og nokkrar bjartar, en
í góðri sjónpípu kemur í ljós, að glampinn allur orsakast
af óteljandi grúa af smástjörnum, sem standa mjög þjett
og bera hver í aðra, en innan um eru stjörnuklasar og
þokuhnoðrar alla vega settir. Forn-Grikki hafði þegar
grunað, að vetrarbrautin væri samsett af eintómum smá-
stjörnum (Demokritos). Vetrarbrautin gengur skáhalt um
himinhvolf vort, hjer um bil 300 frá Leiðarstjörnu, gegnum
Arnar- og Álftarmerki, Kassiopeju og Perseus. Á suður-
hvolfi himins tekur hún sig upp aftur eða heldur áfram
um þvert hvolfið og myndar þannig gjörð um allan him-
ininn. Öll sjest vetrarbrautin hvergi nema í löndunum við
miðjarðarlínu, vjer sjáum að eins helminginn. Randir vetr-
arbrautar eru mjög óreglulegar og trosnaðar og breidd
!) Mælkevej, Milchstrasse, the milky way, voie lactée, galaxie, via
lactea, galaxias (kyklos).