Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 24
24
íJorv. Thoroddsen
Herschel, sem einna fyrstur kannaði ítarlega stjörnutölu
alls himinsins með hinni stóru sjónpípu sinni, sá, að
stjörnugrúann allan í vetrarbrautinni var ekki hægt að
telja, en hann gerði áætlanir með því að telja á 34°°
stöðum á norðurhvolfi til samanburðar stjörnufjölda á
blettum, sem voru á stærð við fjórðung hinnar sýnilegu
tunglkringlu, og sonur hans, John Herschel, taldi á sama
hátt stjörnur á 2299 blettum á suðurhvolfi himins; sýndi
sig þá, að stjörnufjöldinn jókst jafnt og þjett eftir því
sem nær dró vetrarbraut, en um möndulsvæði hennar,
milli stjörnumerkjanna Berenikuhadds og Veiðihunds, er
mjög fátt um stjörnur, og eins er á suðurhvolfi himins.
Síðan farið var að ljósmynda himininn, hefur stjörnum
fjölgað ákaflega, einkum í vetrarbrautinni; á Ijósmynda-
þynnunni kemur fram fjöldi af stjörnum, sem ekki sjest í
neinni sjónpípu, og ætla menn orsökina til þess helzt
vera þá, að grúi af stjörnum í vetrarbrautinni er á fyrsta
myndunarstigi, senda frá sjer mestmegnis bláa geisla og
ultra-fjólubláa, svo mannsaugað getur ekki greint þá.
Glampi eða bjarmi vetrarbrautarinnar orsakast ekki af
hinum stærri stjörnum, heldur einmitt af hinu smæsta
stjörnugeri, af stjörnum, sem eru fyrir neðan 9. stærð,
alt niður í 15., 16. og 17. röð. Hinn hreini, hvíti eða
mjólkurliti bjarmi orsakast líklega af því, að flestar af
hinum smærri stjörnum í vetrarbrautinni eru mjög heitar
og í fyrsta ljósflokki, sem kallaður er Sirius-stjörnur.
Hvergi nema í vetrarbrautinni og í Magellansskýjum, sem
eru henni nátengd, eru stjörnur þær, sem kendar hafa
verið við Wolf-Rayet, með sjerkennilegu, þreföldu ljós-
bandi með björtúm vatnsefnis- og helium-línum, og varla
getur það verið tilviljun ein, að flestar eða allar nýjar
stjörnur hafa komið fram í vetrarbrautinni eða nærri
henni, enda eru stjörnurnar þar þjettastar og því mest
hætta á, að þær rekist hver á aðra. Yfirleitt mun einmitt