Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 25
Heimur og geimur
2 ;
í þjettustu hlutum vetrarbrautar vera mikill órói; afl og
orka framleiðast þar og ummyndast í stórum stíl; fjöldi
af smástjörnum, sem nýlega hafa myndast í þokukúfun-
um, er ekki enn fastur á brautum sínum, rekast á og
orsakar nýjar breytingar og nýjan glundroða á efninu.
Urmull af stjörnuþyrpingum og stjörnuklösum er dreifður
um alla vetrarbrautina og eru örfáir utan hennar. Það
er eins og myndun nýrra sólkerfa eigi sjer helzt stað í
þjettustu stjörnufúlgum vetrarbrautarinnar.
Hvað almenna lögun vetrarbrautar snertir, þá hafa
stjörnufræðingar smátt og smátt komist að þeirri niður-
stöðu, að hún sje í heild sinni ógurlega stórkostleg, hring-
mynduð stjörnuþyrping, samsett af miljónum einstaklinga.
Hringur þessi er tiltölulega þunnur, en stór og breiður,
þar sem vjer frá jörðunni horfum í rönd hringbreiddarinn-
ar, sjáum vjer óteljandi stjörnur, hið þjettasta hagljel af
himintunglum, en horfum vjer á hringflötinn, verða stjörn-
urnar miklu færri. Hringur vetrarbrautar er þó mjög ó-
reglulegur, með öngum og keppum, og surrtstaðar klofinn
í stórar kvíslar; af þessu og ýmsum öðrum líkum hafa
ýmsir stjörnufræðingar dregið þá ályktun, að hringurinn
sje í raun rjettri flatvaxinn sveipur eða hvirfingsmynd,
eins og sjá má hjá mörgum stjörnuþokum, og að sveip-
greinarnar sjeð frá vorri jörð beri hvor í aðra. Stjörnun-
um smáfækkar jafnt og þjett frá aðalhringnum upp að
möndulsvæðum vetrarbrautar, en allan stjörnugrúann í
henni sjálfri og utan hennar má hugsa sjer innskrifaðan í
kúlumynd, þar sem vetrarbrautin er miðjan og megin-
gjörðin. Ymsu hefur verið getið til um stærð vetrar-
brautar, en allar slíkar hugmyndir leika í lausu lofti og
eru ekki ábyggilegar, af því ómögulegt er að mæla fjar-
lægð hinna yztu stjarna. Hinir fyrri fræðimenn ætluðu
vetrarbrautina miklu stærri en seinni tíma vísindamenn,
W. Herschel gat þess til, að ljósið mundi þurfa 3500 ár