Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 26
26
íorv. 'l'horoddsen
til þess að komast frá yztu endimörkum vetrarbrautar til
jarðar vorrar, en það þykir nú altof mikið, og telja flest-
ir, að fjarlægð þessi muni varla vera meiri en 5—60O
ljósár. Petta eru þó að eins getgátur á litlu bygðar.
Sumir gera sjer hugmyndir um, að vetrarbrautin sje í
öndverðu til orðin úr ógurlega stórum frumþokusveip, en
slíkar bollaleggingar getum vjer látið liggja milli hluta,
um það getur enginn maður vitað neitt með vissu, þó
draga megi líkingar og ályktanir af þokum þeim og
stjörnuþyrpingum, er vjer sjáum. Það er ætlun stjarn-
fræðinga, að sólkerfi vort sje einn örlítill hluti þessa mikla
stjörnukerfis, og að vjer höfum aðsetur vort á miðfleti
vetrarbrautar, eigi langt frá miðdepli hins mikla hrings,
en nákvæmlega hefur ekki enn verið hægt að ákveða
stöðu vora. Sól vor virðist fjelagi í stórum dreifðum
stjörnuklasa, og hafa allar stjörnur í þeirri þyrpingu
svipaða efnasamsetningu og svipaðan aldur, og hreyfast
líklega allar um einhverja óþekta þungamiðju; ættu
stjörnur þessar í öndverðu að hafa myndast í þokuhnetti,
en menjar hans eru löngu horfnar. Alt þetta er þó enn
óvíst, getgáta eftir líkindum, enda eru allar rannsóknir
hjer að lútandi ákaflega örðugar og skamt á veg
komnar.
Pess hefur áður verið getið, að W. Herschel og flestir
aðrir stjörnufræðingar —- og margir fram á vora daga —
ímynduðu sjer, að stjörnuþokurnar væru sjerstök stjörnu-
kerfi eða vetrarbrautir langt úti í geimi, sem vjer gætum
grilt í mesta fjarska, þar sem auðir blettir væru á hvelf-
ingunni eða hinar nálægari stjörnur væru ekki svo þjett-
ar, að þær skygðu á. Vetrarbrautin var þá að ætlun
manna einn einstaklingur af óteljandi stjörnukerfum, sem
dreifð voru um hið óendanlega rúm án enda eða tak-
marka. Pað mátti þó undarlegt virðast, að öll þessi
mörgu, fjarlægu stjörnukerfi skyldu vera svo sett, að þau