Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 33
Heimur og geimur
33
og heimspekingunnn Rudolph Lotze (1817—1881) kemst að
orði um fjórða stigið, vera rökfræðisleg viðurstygð (lo-
gische Barbarei) að hugsa sjer eitthvað, sem hvorki er
til nje skynjanlegt, en það er margt á svæði stærðfræð-
innar, sem er með því marki brent, hugarsmíði eitt,
rjettmætt á sína vísu, en á engan hátt áþreifanlegt.1)
Út af margbreyttu eðli stærðanna hafa fyrr og síðar
spunnist ýmsar kyndugar og dulrænar hugleiðingar. í
fornöld og á miðöldum var það aðal-ánægja allra dul-
spekinga að leika sjer að tölum og stærðum. Tölurnar
eru tákn eða ímynd einhvers (symbol), en þegar ekkert
skynsamlegt samband er á milli táknsins og þess, sem
tákna skal, getur hæglega orðið rugl og vitfirring úr öllu
saman, eins og þegar Pyþagóringar ljetu tölurnar tákna
alt mögulegt og ómöguiegt í sálarlífi mannsins og drógu
út af því dulrænar ályktanir. Svo fóru menn að hafa
hjátrú á dularfullum krafti ýmsra talna og notuðu þær
til töfrabragða. Heimspekingar miðaldanna spunnu alls-
konar dulrænar hugleiðingar út úr tölum og stærðum,
einkum höfðu þeir miklar mætur á óendanleika hugtak-
inu. Nikulás Cusanus kardínáli (1401 —1464) þóttist t. d.
stærðfræðislega geta skýrt þrenningar-ráðgátuna, það var
ofur einfalt, þrenningin táknast sem þríhyrningur með ó-
endanlega löngum hliðum, sem verða að einni línu, aí
því þær eru óendanlegar. Pá fengust líka sumir dul-
spekingar miðalda við heilabrot um ferstig rúmsins,
studdust þeir sumpart við biblíuna, Efesusbrjef Páls post-
ula (3,18), þar sem talað er um breidd, lengd, dýpt og
hæð elsku Krists, og Job (kap. 11), sem talar um hæð,
*) Sbr. Ólafur Daníelsson: Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins (Skírn-
ir 1913, bls. 361—370). Þar er sjerstaklega talað um tímarúms eða af-
stæðiskenninguna, sem töluvert hefur verið deilt um á seinni tímum.
Sleppum vjer hjer að geta þess, sem þar er skráð, en vísum í þá rit-
gjörð.
3