Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 37
Heimur og geimur
37
ar festar, en af hinni mismunandi hreyfingu á sólu, tungli
og plánetum rjeði hann, að þær væru tengdar við sjer-
stakar hvelfingar nær jörðu. Allar þessar krystalhvelfingar
hreyfðust hver um aðra eftir vissum hlutföllum, og þegar
þær snertu hver aðra, framleiddust undrafagrir tónar
(sphærernes musik), sem hljómuðu um allan geiminn, en
voru svo himneskir, að ekkert mannlegt eyra gat gripið
þá. Pannig hafði á 6. öld f. Kr. þegar skapast grundvall-
arhugsunin í heimsmynd þeirri, sem mestu spekingar
Forngrikkja hugðu rjettasta, og hjelst hún sem föst og
óyggjandi trúarsetning í 2000 ár, um allar miðaldir,1)
fram yfir siðabót. Einstöku spekingar Grikkja komust þó
lengra. Philolaos af flokki Pyþagóringa kvað hafa getið
þess til, að hreyfing himintunglanna væri að eins sjón-
hverfing, það væri í raun rjettri jörðin, sem hreyfðist, og
Aristarkos frá Samos (250 f. Kr.) kendi, að jörðin færi
kringum sólina. Pessar spaklegu gétgátur fengu þó enga
viðurkenningu hjá samtíðarmönnum og enginn sinti þeim.
Jafnvel Aristoteles færði gild rök fyrir því, að jörðin stæði
kyr í miðdepli geimsins, og eftir þekkingarstigi þeirra tíma
virtust röksemdir hans fullgildar og sannfærandi. Hjer
þarf ekki að greina frá því, hvernig heimsmyndin gjör-
samlega breyttist við rann^óknir og kenningar Kopernik-
usar, Keplers, Tycho Brahes, Galileis, Newtons og annara
stórmenna á 16. og 17. öld. Lengi fram eftir ætluðu
stjarnfræðingar, að heimurinn allur væri kúlumyndaður og
takmarkaður; það var fyrst Giordano Bruno (1548—1600),
sem hjelt því fram, að heimurinn og geimurinn hlyti að
vera óendanlega stór, en kenningin um kúlufletina og
hina mörgu himna hvarf og varð hrakin, þegar Tycho
Brahe reiknaði brautir halastjarna, því það sýndi sig, að
þessar flökkukindur brugðu sjer ljettilega úr einum himni
*) Um heimsskoðun miðalda sjá Landfræðissögu II, bls. 21—22.