Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 42
42
Halldór Hermannsson
gangi af sjálfu sjer frá eilífð til eilífðar, eru óskiljanlegar
°g þýðingarlausar, eins og öll önnur andstæðu ummæli um
það, sem mannlegur andi getur aldrei gripið. Vjer verðum
að sætta oss við, að skynjan vorri og hugsun eru tak-
mörk sett.
Ole Worm.
Siðabótin bar að vísu ekki mikið með sjer til Norð-
urlanda af »renessans«-hreyfingunni, sem hún var sprottin
af, en þó má rekja til hennar áhuga þann á sögu og
fornfræði, sem vaknaði þar á síðari hluta sextándu aldar.
Menn tóku og þá að fást við náttúrufræði og annað þess
konar; reyndar kvað ekki mikið að því, og flest var það
ungæðislegt og í molum, enda snerist athygli manna helzt
að því, sem var kynlegt, kringilegt eða óvenjulegt, menn
söfnuðu því og skrifuðu um það. Pó margt af því virðist
nú lítilfjörlegt, var það þó tákn nýrra tíma í andlegu lífi
þjóðanna.
Sagnaritara áttu Danir um aldamótin 1600, þar sem
voru þeir A. S. Vedel og Arild Huitfeldt; sömdu þeir
allmerk rit og leituðust við að nota sem bezt eldri heim-
ildir, er þeir fengu náð í, en þser voru ekki ætíð auð-
fundnar. Dana sögu Saxa hafði Christiern Pedersen gefið
út í Paris 1514, í einkar snotri útgáfu, og Vedel tók sjer
nú fyrir hendur að þýða hana. Islenzk sagnarit reyndu
þeir líka að fá, en þar var enn ekki um auðugan garð