Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 49
Ole Worm
49
aö taka það alt gilt, er gamlir kváöu. En hann hafði
ekki þrek til aö varpa því gamla algerlega fyrir borð,
jafnvel þótt honum þætti það ólíklegt. Hann gat í þessu
sem mörgu öðru ekki sagt skilið við vanagildið. Síðar {
ritgerðinni snýr hann sjer að því, hvernig eyða megi þessu
dýri, því að það var mikilsvert atriði vegna tjóns þess, er
dýrið olli, þegar það kom til bygða í Noregi í stórhópum.
Hann getur þess, sem fyr hafi verið gert í þeim efnum,
svo sem bannfæringar kirkjunnar gegn villidýrum, en ekki
hvetur hann menn til að nota þær. Eó telur hann líklegt,
að dýrið sje sent af guði mönnum til refsingar fyrir synd-
ir þeirra, muni því iðran, yfirbót og bænahald vera happa-
ráð gegn ófögnuði þessum, og sannar hann það með dæm-
um. Eru og í ritinu prentaðar bænir og særingar. Svona
var nú náttúrufræðin um þær mundir. Margt fleira mætti
til tína, en þess skal ekki frekar getið hjer, enda hefur
þorvaldur Thoroddsen í Landfrœbissögu fslands getið nátt-
úruvísinda Worms og má vísa .til þess. í brjefum hans
til Islendinga er ýmislegt þess konar.
Lengst mun Worms getið verða vegna fornfræðarann-
sókna hans. Hann segir frá því sjálfur, að snemma hafi
hugur sinn hneigst að fornbókmentum og fornmenjum
Norðurlanda, enda hafi síðan vinir sínir og styrktarmenn
hvatt hann til að leggia stund á þær. Fyrsti árangur
þessarar starfsemi Worms mun vera konungsbrjefið II.
ágúst 1622 til biskupa í Danmörku og Noregi um forn-
menjar. Skyldu þeir senda til Kaupmannahafnar öll hand-
rit og skjöl sögulegs efnis og rúna-áletranir, ennfremur
gefa skýrslur um fornhauga, sagnir og alt það, er kynni
að gefa sögulegar eða staðfræðilegar upplýsingar, yfir
höfuð »alt það, sem geti stutt til þess að skýra vorar
dönsku sögur og útlista fornmenjar þjóðar vorrar*. Að
vísu er Worms hvergi getið í brjefi þessu, en það er víst
ekki mörgum blöðum um það að fletta, að það er samið
4