Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 50
5°
Halldór Hermannsson
aö -hans tilhlutan, og líklega hefur hann átt nokkurn þátt
í því, hvernig það var stílað, en brjefið er vel samið og
ber vott um óvenjulega glöggskygni um þýðingu forn-
menja. Geta verður þó þess, að kanslarinn sjálfur var
fræðimaður mikill, sem studdi og styrkti vísindamenn á
allan hátt. Pað var Christian Friis; var hann vinur Worms
og hvatti hann mjög til fornfræðastarfa. í brjefi til Por-
láks biskups segir Worm í tilefni af dauða Friis (1639),.
að hann hafi jafnan verið sjer talhlýðinn og tillögum sín-
um hlyntur.
Aðallega voru það rúnirnar, sem Worm tók nú að
fást við. Var honum kunnugt um það, hvað Jóhann Bure
hafði aðhafst í Svíþjóð, og mun það hafa verið honum
hvöt til að gera líkt í Danmörku; fekk hann og leyfi.
konungs til að ferðast um landið til að rannsaka og leita
uppi rúnasteina. fví miður fekk hann ekki tíma til þess,
og varð þvi að mestu leyti að byggja á skýrslum annara.
Fyrsta rit, sem prentað var eftir hann um þetta efni, var
Fasti Danici, eður um tímatal fornmanna, sem kom út
1626. Tilefnið var rúnaalmanak eða rúnstafur, sem Worm
eignaðist, og rjeðist hann nú í að ráða þetta og skýra
tíinatalið í sambandi við það. Almanakið er frá 1328, og
hjelt Worm það vera danskt að uppruna, en þar skjátl-
aðist honum, því að það er gotlenzkt. Ritið þótti mjög
nýstárlegt, og hlaut lof lærðra manna, enda voru í því
margar góðar og fróðlegar upplýsingar, þótt sumt sje
ekki sem áreiðanlegast, svo sem þegar hann hyggur, að
orðið jól (á dönsku Jul) sje komið af Julius (nfl. Julius
Cæsar), höfundi júlianska tímatalsins, en muna ber það,
að í málfræðinni voru menn ekki sterkir í þann tíð, sem
ekki var von. Seytján árum síðar (1643) kom ný og
aukin útgáfa af þessu riti; þar er meðal viðaukanna nokk-
uð viðvíkjandi íslenzku rími frá Arngrími lærða.
Um sama ieyti hafði hann og tilbúið handritið að