Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 51
Ole Worm
öðru verki, sem var um rúnirnar, uppruna þeirra, út-
breiðslu og sögu. Sendi hann handritið lærðum mönnum
til yfirlesturs og athugunar. þannig sendi hann eintak til
síra Arngríms lærða, sem sendi það aftur með athuga-
semdum. Dróst af þessum og öðrum ástæðum að prenta
það; kom það fyrst út 1636: »Rúnir, eða hinar elztu
dönsku bókmentir, alment nefndar hinar gotnesku« (Da-
nica literatura ó° antiqvissima, vulgð Gothica dicta), en með
dönskum bókmentum á hann aðallega við norrænar bók-
mentir. Ritið var auðvitað á latínu, og var hið fyrsta um
það efni, því ekki hafði Bure skrifað neitt, sem jafnast
gæti við það. Rekur hann þar sögu rúnanna og fjallar
um alt það, sem þær snertir, hver mismunur sje á þeim
í ýmsum hjeruðum Norðurlanda og þar fram eftir götun-
um. Kemst hann að þeirri niðurstöðu um uppruna þeirra,
að þær muni komnar af hebreska stafrofinu og hafi aust-
an úr Asíu borist til Norðurlanda. þetta var nú ekki
nema eðlilegt, því að ef sköpunarsögu biblíunnar skyldi
trúað, varð flestalt að vera af hebreskum rótum runnið.
Worm taldi og, að fornbókmentirnar norrænu muni hafa
upphaflega verið ritaðar með rúnum, en rúnaskriftin hafi
fallið í gleymsku aðallega vegna mótstöðu klerkalýðsins
gegn henni. í viðauka við bókina er ritgerð eftir Borlák
biskup um bragarhætti í íslenzku, og um skáldskapinn ís-
lenzka eftir síra Magnús Ólafsson í Laufási; því næst eru
þar prentaðar með rúnaletri Krákumál og Höfuðlausn Eg-
ils, með latneskri þýðingu og skýringum, og mun útgáfa
Krákumála vera gerð af síra Magnúsi, en skýringarnar við
Höfuðlausn eftir Björn á Skarðsá. Árið i6;o kom ný út-
gáfa lítið eitt aukin af þessari bók En hjer voru nú fyrst
prentuð forníslenzk kvæði, og var bókin um langt skeið
eitt með helztu ritum, er menn leituðu til viðvíkjandi forn-
bókmentum norrænum, og af því að þær bókmentir voru
hjer settar í samband við rúnir, voru þær stundum kall-
4'