Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 54
54
Halldór Hermannsson
fram, segir hann, að hebreskan væri elzta mál heimsins,
og að hún hafi verið töluð eingöngu áður Babelsturn var
bygður; þetta byggi menn á frásögn Móses, en það sje
ekkert að marka, því að Móses hafi skrifað þetta fyrir þá,
sem töluðu það mál. Nú hafi hins vegar spákonan (si-
byllan) gríska skýrt frá því, að nafn Adams hafi táknað
áttirnar á grísku, því að stafirnir í nafni hans sjeu upp-
hafsstafirnir að þeim, sem sje Anatole = austur; Dysis
= vestur; Arctos = norður; Mesembria = suður. Sýni
þetta, að gríska var töluð fyrir syndaflóðið. En þá gætu
líka Svíar litið öðruvísi á málið og sagt: fyrsti maðurinn
hefur hlotið að heita Sven (Sveinn); fyrst og fremst af
því að hann var sveinn, þ. e. a. s. manneskja, sem var
karlkyns og aldrei hafði verið við kvennmann kend, því
næst má ætla, að jörðin, sem hann hafi verið skapaður af,
hafi komið að sunnan, vestan, austan og norðan, svo sem
tákn um alla jörðina, sem afkomendur hans skyldu breið-
ast út um, í suður, vestur, austur og norður, og sje því
nafn hans myndað af upphafsstöfunum í áttanöfnunum
S. V. E. N. í dálitlum bobba var samt Bure með þriðja
stafinn (E), því að austur á svensku byrjar með ö (öster),
en í gömlum bókum og á rúnasteini fann hann myndina
‘euster’, og það var nóg. Af nafni Sven’s leiddi hann svo
þjóðarnafnið sven-skw, og því næst fimbulfambar hann um,
hvernig svensku hjeröðin hafi bygst, og bygðin breiðst
þaðan út til annara Norðurlanda og um önnur lönd
Evrópu.
Eins og áður var getið, hafði Bure hafið rúnarann-
sóknir löngu áður en Worm, og gefið út ýmislegt við-
víkjandi þeim, og vildi jafnvel innleiða rúnastafina á ný,
sem hann skoðaði eins og eign og uppfyndingu Forn-
Svía. Worm var kunnugt um öll þessi rit Bures, og
munu þau hafa átt þátt í, að hann fór að fást við rúnir;
dregur Worm enga dul á, að hann þekki þau, og gerir