Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 57
Ole Worm
57
báðir litusömu sólu hinsta sinni við haf, eins og mætti
að orði komast, því skamt mun hafa orðið milli þeirra.
011 viðskifti Worms við Islendinga bera vott um göfug-
lyndi, einlægan áhuga á fróðleik, góðvild og hjálpsemi til
allra þeirra, sem að einhverju leyti studdu störf hans í
þarfir vísindanna.
Auk þess sem Worm gat íslenzkra bókmenta í sum-
um rúnaritum sínum, gerði hann þær frekar kunnar með
því að gefa út tvö sjerstök rit, er skýra verður frá hjer,
sem sje þýðingu af konunga sögunum og hina fyrstu ís-
lenzku orðabók.
Um 1630 komst Worm yfir þýðingu Peder Claussön
Friis af konunga sögunum. Peder Claussön var prestur
og prófastur í Undal í Noregi og hafði lært forníslenzku
hjá lögmanni einum þar um slóðir; náði hann síðan í ýms
söguhandrit og um 1590 komst hann loks yfir Jöfraskinnu,
sem er handrit af konunga sögum Snorra með allmiklum
innskotum og viðaukum. Að áeggjan landstjórans danska
í Noregi tókst Claussön nú á hendur að leggja þessar
sögur út. Fekk hann ritað allnákvæma þýðingu á öllum
þessum sögum fram að 1177; síðan útlagði hann Bögl-
unga sögurnar og sögu Hákonar gamla. En handrit af
Sverris sögu fekk hann aldrei, og fylti hann því eyðuna
í milli Heimskringlu og Böglunga sagna með kafla úr þýð-
ingu Mattis Störsöns. Pannig var þetta rit hans saman-
hangandi Noregs saga frá elztu tímum fram að dauða
Hákonar gamla. Pýðingin er allítarleg og má heita sjer-
lega góð, einkum þegar tekið er tillit til þess, að Claus-
sön hafði engar orðabækur eða önnur hjálparrit við að
styðjast. Claussön hafði líka samið Noregs lýsingu og
var hún prentuð í Kaupmannahöfn 1632 að undirlagi Friis
kanslara, og var Worm við þá útgáfu riðinn. En nú hafði
hann sjálfur til meðferðar útgáfu af konunga sögunum í
þýðingu Claussöns og komu þær loks út á prent í Kaup-