Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 58
5 8
Halldór Hermannsson
mannahöfn 1633: Snorre Sturlesöns Norske Kongers Chronica
udsat paa Danske, aff H. Peder Claussön, þykk bók í fjögra
blaða broti. Þar er langt tileinkunarbrjef frá Worm til
Christofer Urne, landstjóra í Noregi, og langur formáli
eftir hann. Ennfremur jók Worm bókina með ágripi, eftir
ýmsum heimildum, af sögu Noregs konunga til dauða
Ólafs Hákonarsonar 1387, með ættartölum og tímatali
eftir íslenzkum annálum, og loks er þar prentað skáldatal
á dönsku. Formálann byrjar Worm með lofi um bók-
mentir yfir höfuð, sem geymi frægð og afrek forfeðranna,
yngri kynslóðum til eftirbreytni. En hann kvartar yfir því,
að margir menn vilji ekki trúa neinu um fornsögu Norður-
landa, nema því, sem komi frá rómverskum og grískum
höfundum eða styðjist við þá, og sýnir hann fram á, hve
óviturlegt slíkt sje. Pví næst bendir hann á þýðingu rúna-
minnismerkjanna og skáldakvæðanna, því að skálditi hafi
staðið í stórræðum og styrjöldum með konungum og
höfðingjum og kveðið um það síðar meir, enda hafi Saxo
og aðrir sagnaritarar notað kvæðin. Hann telur Ara fróða
hinn fyrsta sagnaritara á íslenzku, og eftir það hafi marg-
ar aðrar sögur verið skrifaðar í Noregi og á íslandi. Hann
getur um tvær samanhangandi konunga sögur, nfl. »Kon-
ungabók* og Kringlu heimsins. »Konungabókin« (þar á
hann líklega við Ólafs sögu Tryggvasonar hina stærri í
Bergsbók) hafi áður verið eignuð ísleifi biskupi. Petta
segir hann að geti ekki verið rjett, því að Ari sje fyrsti
sagnaritari íslendinga, en hann hafi verið tólf ára gamall,
þegar Isleifur dó. Pannig varð Worm fyrstur manna til
að leiðrjetta þessa sögn um »kroniku« ísleifs biskups, sem
myndast hafði á 16. öld, en honum skjátlast, þegar hann
telur líldegt, að Ari hafi ritað »Konungabókina«. Kringla
heimsins (hjer birtist það nafn fyrst á prenti) segir hann
sje rituð af Snorra Sturlusynþ og sje það sú bók, setn
hjer komi fyrir almennings sjónir. Ekki verður sjeð, hvort