Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 60
6o
Halldór Hermannsson
til. Hlýtur Worm oft aö hafa saknað orðabókar yfir ís-
lenzku, og var hann því mjög upp á hina íslenzku vini
sína kominn í þeim efnum. Þorlákur biskup sendi honum
árið 1636 ritgerð Björns á Skarðsá um uppruna íslenzkrar
tungu, en skipið, sem flutti hana, fórst á utleið, og þar
sem ekkert eftirrit hafði verið tekið af henni, er nú ekki
ljóst um efni og skipulag hennar. Árið áður hafði Worm
farið fram á það við síra Magnús í Laufási, að hann semdi
orðasafn yfir ýms fornyrði og skáldamál; kvað hann slíkt
rit mundu verða hið þarfasta. Svarar síra Magnús, að sjer
hafi komið slíkt til hugar fyr, en honum er ljóst, að er-
fiðleikar sjeu á því að semja það. Pó byrjaði hann á því,
en áður hann fengi lokið við það, dó hann (22. júlí 1636).
Síra Jón Magnússon, fóstursonur og eftirmaður síra Magn-
úsar, tók þá að sjer að halda því áfram, og mcð brjefi
5. sept. 1637 sendir hann Worm það, sem síra Magnús
hafði látið eftir sig. Hvenær síra Jón hafi lokið við ritið
verður ekki með vissu sjeð, en árið 1646 mun alt hand-
ritið hafa verið hjá Worm. Árið 1643 skrifar síra Sveinn
Jónsson á Barði, að hann sje að semja íslenzk-latneska
orðabók; ljet Worm vel yfir því, og vildi fá sýnishorn af
henni; sendi síra Sveinn það, og hvetur Worm hann til
að halda henni áfram, og gera hana þannig, að hún verði
notuð bæði í skólum og af öðrum, sem vildu lesa málið.
Sveinn hefur víst aldrei lokið við hana, en hún mun hafa
átt að vera víðtækari en orðabók síra Magnúsar. Worm
hafði við hentugleika hugsað sjer að gefa út rit Magnús-
ar prests, og loks kom út í Kaupmannahöfn 1650 Speci-
mett lexici rutiici, obscuriorum qvarundam vocum, qvtz in pri-
scis occurrunt historiis poetis Danicis, o. s. frv., 144 bls.
í stóru fjögra blaða broti. Á titilblaðinu stendur, að
Magnús hafi safnað, en Worm hafi útgefið og aukið ritið.
Pað er eftirtektarvert, að Worm segir, að talin sjeu þar
orð úr dönskum sögum og skáldum, en það er máske