Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 64
64
Nú á margur bágt
iyr en 1716. Þegar Árni komst að þessu, ljet hann sjer
auövitaö fátt um finnast, og er sagt, að hann hafi kosið
sjer úr safni Worms í skaðabætur þessi og önnur handrit,
og voru þau þannig frelsuð frá eyðileggingu. En næsta
ólíkur mun biskupinn hafa verið afa sínum, í þessu sem
öðru.
Brjef Worms voru gefin út af Hans Gram 1728, en
nálega alt upplagið fórst í brunanum það ár, og voru þau
því endurprentuð hjer um bil tuttugu árum síðar. Er
drepið á margt í þeim, og er safnið mjög merkilegt fyrir
sögu vísindanna á fyrri hluta 17. aldar. Par eru prentuð
flest brjef hans til íslendinga og þeirra til hans, sum eru
þó einungis í útdrætti. Enn munu þó vera til nokkur
brjef, er þeirra fóru á milli og aldrei hafa verið prentuð.
Öll starfsemi Worms býður af sjer góðan þokka. Á
þeim tímum átti ísland engan betri vin meðal útlendinga
en hann. Hann mun vera hinn fyrsti á síðari öldum, sem
verðskuldar nafnið íslandsvinur.
Halldór Hermannsson.
Nú á margur bágt.
1.
Nú á margur bágt, fleiri en fyr á tímum svo kunn-
ugt sje síðan sögur hófust. Að eins einu sinni áður, þá
er svartidauði gekk á árunum 1346 til 1351 um Norður-
álfuna, hefur eymd og sorg verið svo almenn sem nú.