Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 65
Nú á margur bágt
65
Pá dóu í Norðurálfunni eftir því sem næst verður komist
alt að 25 miljónum manna úr pestinni, en fólksfjöldinn var
þá margfalt minni en á vorum tímum. Pað mun láta nærri,
að þá hafi verið eitthvað um eða undir 100 miljónum manna
í allri álfunni, og að 25 af hundraði hafi dáið.
Bágindum þeim, sem nú standa yíir, valda stórveld-
in, fyrst og fremst stjórnendur þeirra, sumir auðmenn og
hinir stórgerðari fjárglæframenn, og því næst allur sá fjöldi
manna, er þeim fylgir og æsir þjóð móti þjóð.
Metnaður sumra þessara manna og ágirnd hefur ver-
ið óseðjandi. Á rúmum 30 árum hinum næstu áður en
stríðið hófst hafa stórveldin brotið undir sig samtals
miklu víðáttumeiri lönd í öðrum heimsálfum en alla
Norðurálfuna. Rjett eftir 1880 tóku Pjóðverjar að setja
nýlendur á stofn og leggja lönd undir sig í öðrum heims-
álfum. Pá óx þar samkepni á milli stórveldanna og yfir-
gangur þeirra að nýju.
Pá er ófriðurinn hófst, áttu aðallega fjögur af stór-
veldunum mikil nýlenduríki, nefnilega England, Rússland,
Frakkland og Pýskaland. Englendingar höfðu þeirra
fyrstir tekið að leggja lönd undir sig í öðrum álfum og
setja nýlendur þar á stofn; þeir hafa oft sætt lagi, er
aðrar Evrópuþjóðir hafa legið í ófriði sín á milli, til þess
að maka krók sinn í öðrum heimsálfum, enda eiga þeir
þar nú margfalt víðlendari eignir en alla Norðurálfuna.
Hún er 9732250 ferh. km. að stærð, en allar landeignir
Englendinga í öðrum heimsálfum eru 32500000 ferh. km.
að stærð; með öðrum orðum, þær eru rúmlega hundrað
sinnum stærri en alt Bretland og írland ásamt eyjunum
öllum þar í kring. Nýlendur og landeignir Englendinga
eru samtals 50, víðsvegar í öllum heimsálfum. Pær eru
stærri en öll Afríka, sem er 29818400 ferh. km. að stærð.
Mannfjöldi í þeim öllum er nú talinn um 394 miljónir, ef
Egyptaland er talið með.
5