Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 70
7°
NiS á margur bágt
Fyrir utan ófriðinn standa sjö ríki í Norðurálfunni.
Spánn er þeirra mest og má meðalríki heita. Hitt eru
smáríkin Sviss, Holland, Grikkland, sem þó hefur verið
hart leikið og fengið mjög að kenna á styrjöldinni, Dan-
mörk, Svíþjóð og Noregur. I allri Evrópu eru nú 468
miljónir manna, en fyrir utan ófriðinn er hjer um bil tí-
undi hlutinn eða 46873000 manna, þ. e. Danmörk ásamt
Islandi með 3011000 íbúa, Noregur tneð 2512000, Svíþjóð
með 5713000, Holland með 6430000, Sviss með 3886000,
Grikkland með 4821000 og Spánn með 20500000 íbúa.
Englendingar ljetu Portúgal fara í ófriðinn á móti
Pjóðverjum, og Rúmeníu lokkuðu stórveldin, sjerstaklega
stjórn Rússa, til þéss að ráðast á Austurríki. Ekki einu
sinni San Marino, lýðveldið litla í Miö-Ítalíu, minsta ríkið
í Norðurálfunni, fekk að vera í friði. Pað er eins og með-
alhreppur á íslandi að stærð, en með 9600 íbúum, og eru
af þeim nærri 1000 hermenn. ítalir skipuðu þessu litla
lýðveldi að segja Austurríki stríð á hendur og berjast
með sjer.
Stórveldin hafa og dregiö því nær alla Afríku inn í
ófriðinn með sjer. Par eru að eins Abessinía og negra-
ríkið Libería og eignir Spánverja hlutlausar. í Asíu eru
eignir Hollendinga, Síam og Afganistan og Persland hlut-
laust, en stórveldin hafa ekki virt mikils hlutleysi Persa
og farið með her í gegnum vesturhluta landsins.
II.
Nú hefur ófriðurinn staðið hátt á þriðja ár eða nærri
33 mánuði. Hernaðaraðferðin hefur breytst mjög mikið.
Nú grafa menn djúpar og langar grafir, sem hermennirnir
eru í og skjóta úr. Eegar þeir gera áhlaup, skríða þeir
á maganum fram, þar sem þeir fá því við komið, svo að