Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 73
Nú á margur bágt
73
Til samanburðar má geta þess, að í stríðinu 1864 við
Pjóðverja og Austurríkismenn fjellu 3115 menn alls af
Dönum að Suður-Jótum meðtöldum.
I ófriðarlöndunum er fyrir löngu byrjað að s k a m t a
fólki matinn af skornum skamti, til þess að spara sem
mest og geta haldið lífinu sem lengst í mönnum. Pjóð-
verjar, sem mesta fyrirhyggju sýna, byrjuðu fyrst, og
aðrar þjóðir hafa nú orðið að taka það upp eftir þeim.
Hlutlausar þjóðir hafa nú einnig neyðst til að skamta
matvörur sínar, einkum sykur og brauð, og gefa út fyrir-
skipanir um að spara sem mest ljós og eldivið, til þess
að fyrirbyggja vandræði og neyð. Á íslandi hafa menn
einnig orðið að taka til þeirra ráða að því sem hingað
hefur spurst, þótt það sje fjarri vígvellinum. Á Norður-
löndum er ástandið best í Danmörku, en langerfiðast í
Svíþjóð, þótt kolaleysi hafi sorfið víða að mönnum í Nor-
egi, en ástandið versnar með hverjum degi sökum þess
skaða, sem kafbátarnir gera. Englendingar vilja ekki leyfa
meiri aðflutning frá Ameríku til Norðurlanda en tíðkast
hafði fyrir stríðið. Teir vilja ekki gæta að því, að allar
þessar þjóðir fengu þá afarmikið af vörum frá Rússlandi
og Eýskalandi, en nú fæst ekkert þaðan. Af þessum ó-
jöfnuði leiðir stór vandræði.
Stjórn Svía hefur eigi viljað láta sig og staðið önd-
verð gegn kaupskaparkúgun Englendinga, og hafa Svíar
fengið að kenna á því. Eeir hafa líka selt of mikið a<
vörum til Pýskalands. Sökum ójafnaðar og yfirgangs
Rússa á Finnlandi hefur Svíum staðið ótti af þeim, eins
og von er, og fyrir því eru margir þeirra vilhallir Pjóð-
verjum. Á þetta alt mikinn þátt í því, hvernig ástatt er
nú í Svíþjóð. Einstaka Svíar, sem hingað hafa komið,
hafa sagt, að hungur muni verða næsta vetur í Svíþjóð,
ef stríðið heldur áfram svo lengi. Pað er ljóst, að alt
verður erfiðara dag frá degi, því lengur sem ófriðurinn