Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 77
Nú á margur bágt
77
menn höfðu þá lagt undir sig, vantaði 390000 hesta og
917000 nautgripa. Stríðið hafði gleypt þetta. Svona hafði
alt eyðilagst, þó hjer sje ekki hægt að greina frá því.
Rússneski herinn gjöreyddi líka nokkurn hluta Póllands,
þá er hann varð að hörfa undan fyrir Pjóðverjum. Rúss-
ar ráku íbúana með harðri hendi á undan sjer, brendu bæi
og búgarða, hallir, kirkjur og kapellur, og hlífðu ekki einu
sim i verksmiðjum, þótt þær hefðu enga þýðingu fyrir
stríðið.
Snemma á árinu 1916 fór Fr. O. Walcott af hendi
hjálparsjóðs Rockefellers í Bandaríkjunum og Casper
Whitney úr hjálparnefnd Ameríku handa Belgíu um Pól-
land, til þess að rannsaka þar ástandið. Peir segja í
skýrslu sinni, að alstaðar sje sorglega ástatt með bjarg-
ræði handa landsmönnum. í raun rjettri er það svo ótta-
legt, að hinn borgaralegi hluti þjóðarinnar á þar hungur-
dauða vísan, ef ekki kemur skjót og ríkuleg hjálp. Hinn
fátækari hluti þjóðarinnar um alt landið fær svo smáa
skamta, að þeir með naumindum geta haldið við lífinu.
Skamtar þessir eru að því er margar þúsundir manna
snertir að eins ein skál af fitulausri súpu og dálítill brauð-
biti á dag. Margar þúsundir manna fá þó að eins súp-
una, en ekkert brauð.
»í fám orðum sagt, 40 af hundraði af öllum íbúum
landsins verða að lifa á óreglulegum skömtum, sem er
úthlutað af fjelögum, sem hjálpa. Sökum hinnar slæmu
fæðu og megurðar ganga margir sjúkdómar, sjerstaklega
taugaveiki; í Varsjava (Warszawa) deyja menn tugum
saman úr taugaveiki á hverjum degi.c
»Á allri ferð okkar hefur okkur verið sýnd góðvild,
svo við gætum rannsakað ástandið nákvæmlega. Oss hef-
ur verið leyft að tala við íbúana hindrunarlaust, svo að á-
rangurinn af rannsóknum vorum verður að teljast fullkom-
lega sannur um ástand það, sem nú er.«