Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 78
7»
Ntí á margur bágt
Sendimaður Rockefeller-nefndarinnar kallaði ástandið
á Póllandi hina mestu sorgarsjón, sem komið hefur fyrir
í hinum mentaða heimi. Hann fullyrti að það, sem hann
hefði sjeð í Belgíu, og það, sem hann hefði sjeð áður á
Indlandi og í Kína, væri ekki nærri eins hræðilegt og á
Póllandi.
Ameríkumaður einn, sem stóð fyrir stórfyrirtæki til
að hjálpa, hætti alveg að hugsa um Pólland, þegar hann
frjetti þetta um ástandið, af því að hann áleit ástandið
svo ilt, að ómögulegt væri að bjarga því við.
William H. Hamilton. sem sendur var af belgísku
hjálparnefndinni, dvaldi hjer um bil mánuð í þeim pól-
versku löndum, sem Bjóðverjar hafa lagt undir sig, og
kvað ástandið vera þar hryggilegra en í Belgíu, verra en
hið versta, sem hann hefði sjeð áður. Hann kvað skot-
grafirnar standa opnar á mörg hundruð ferhyrningsmílna
svæði, og í þeim leituðu nú landsmenn hælis, sem ekkert
hæli áttu. Hann sá grafreiti með þúsundum nýjum gröf-
um og óhefluðum trjekrossum. í Varsjava, höfuðborg
Póllands, sá hann alþýðueldhús yfir hundrað að tölu, og
úr hverju þeirra fengu 1200 manna kartöflusúpu eða
rófnasúpu, en að eins einu sinni á dag. Menn stóðu í
löngum röðum tímunum saman til þess að fá þessa lje-
legu fæðu. Pað voru mest stáipuð börn, konur og gam-
almenni, og alt var það grindhorað og klætt tötrum; um
fæturna hafði það vafið druslum eða gömlum blöðum.
Örvæntingin og neyðin var takmarkalaus. Yngri börn
en 6 ára sjást ekki í Varsjava eða borgum út um landið.
Pau eru öll dáin. Eldri börn og fullorðnir hjara enn þá,
en líktust meira beinagrindum en lifandi mönnum. Á
götunum mætti hann oft konum örmagna af hungri.
Fólk, sem virtist eiga við betri kjör að búa, gekk hægt
eins og vofur og var óstyrkt á fótunum og rjetti út
höndina með bænarandvarpi til að biðja um brýnustu