Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 82
82
Nú á margur bágt
rokkur önnur þjóð, þótt því miður sumar þeirra verði að
reyna slíkt líka. Pessi raun, sem Pólverjar verða að sæta,
er sú, að þeir verða oft og einatt að berjast á móti lönd-
um sínum og frændum. Pað er afleiðingin af því, hvernig
stórveldin hafa farið með þá. Fjöldi Pólverja er neyddur
til að berjast með Austurríkismönnum, margir með Pjóð-
verjum og hjer um bil helmingur þeirra með Rússum.
Stundum hefur það því borið við í orustum, að landi hef-
ur orðið að berjast á móti landa, og þeir orðið fyrst varir
við það, þegar víg var vegið. Auðvitað vita þeir oftast
ekkert um það, er herirnir skjótast á úr fjarlægð, en allir
vita, hvers vænta má, og að frændur og landar eru
neyddir til að berast á banaspjót. Af þessu hafa verið
sögð ýms atvik. Hjér skal nefnt eitt. Herforingi einn
hafði hertekið herforingja úr óvinahernum. I hugsunar-
leysi fór hann ofan í vasa sinn, og sigurvegarinn hugði
þá, að hann ætlaði að taka upp skammbyssu, varð hrædd-
ur um líf sitt og hleypti á hann úr skammbyssu sinni.
Skotið reið honum að fullu, og hann hrópaði upp í því
hann fjell dauður niður: »Jésús María!« Pá þekti hinn,
að það var landi hans. Hann sneri skammbyssunni
að sjálfum sjer og fjell jafnskjótt við hliðina á þeim,
er hann hafði vegið. Liðsforingjar þessir voru báðir Pól-
verjar.
En nú skal horfið frá Póllandi hinu gamla og austur
i Litlu-Asíu, og litið á, hvernig þar er umhorfs, sjerstak-
lega í Armeníu.
Armenía er fyrir sunnan austurhornið á Svartahafinu.
Myndar hafið takmörkin að norðanverðu og láglendið
meðfram fljótunum Rion og Kura, er renna fyrir sunnan
Kákasus fjallgarðinn, annað í vestur út í Svartahafið, en
hitt austur í Kaspiska hafið. Suðvestanverðu við Ar-
meníu liggur Persía, Mesópótamía að sunnan og Litla-Asía