Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 83
Nú á margur bágt
«3
aö sunnan og vestan; eru landamærin þar allóglögg af
náttúrunnar hendi.
Armenía er um 350000 ferh. km. að stærð.
Armeningar tóku kristni snemma á öldum og hafa
kristin trúarbrögð enn þann dag í dag. Peir komust
undir Tyrki á 16. öld, og er enn mestur hluti Armeníu
undir yfirráðum þeirra, en norðurhluti landsins er undir
Rússum og austurhornið undir Persum. Armeningar hafa
átt við illa og rangláta stjórn að búa, og það hefur haft
ill áhrif á þá. Peir fá orð fyrir að vera mjög prettóttir í
viðskiftum, og mun það ásamt fastheldni þeirra við
kristnina hafa vakið og alið hatur hjá Tyrkjum til þeirra.
Mönnum ber ekki saman um, hve margir Armening-
ar eru, en kunnugir menn segja, að þeir væru áður en
ófriðurinn hófst hátt á aðra miljón í hinum tyrkneska
hluta Armeníu og öðrum löndum Tyrkja. Margir Ar-
meningar standa undir Rússum, bæði í þeim hluta Ar-
meníu, sem heyrir rússneska ríkinu til, og í Kákasus-
löndunum.
Armeningar hafa hvað eftir annað sætt miklum of-
sóknum af hendi Tyrkja og Kúrda. Kúrdar eru ræn-
ingjaþjóð og byggja suðurhluta Armeníu og landið suður
af henni, sem oft er nefnt Kúrdistan. Sjerstaklega drápu
Tyrkir og Kúrdar marga Armeninga 1893 og 1896.
Sökum ofsókna hafa því flestir Armeningar flúið land.
Englendingar hafa oftar en einu sinni tekið í taumana
gagnvart Tyrkjum eða reynt það, sjerstaklega undir for-
ustu Gladstones, en hin stórveldin hafa sjaldan viljað
fylgja þeim að málum, allra síst stjórnir Pjóðverja og
Rússa, sem þó hafa átt hægast með það. Hjá Rússum
hafa Armeningar spilt fyrir sjer með því, að sumir þeirra
hafa gengið . í lið með stjórnbyltingarmönnum. 1893
neitaði og frakkneska stjórnin liðsinni sínu, af því að
6*