Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 87
Nu á margur bágt
«7
þeir, er lifðu á landsbygðinni, voru hinir fremstu akur-
yrkjumenn í Litlu-Asíu. Akurlendi voru þar því í órækt,
því að nú voru þeir fallnir frá, sem jörðina höfðu ræktað.
Alt útlit benti þar á yfirvofandi hungurdauða.
Aftur á móti voru í Miklagarði nægar vistir handa
bæjarbúum, fjöldi hermanna og glaumur og gleði. Petta
var í byrjun vetrarins (1916—17).
III.
Ýmsir þýskir vísindamenn hafa á síðari árum komið
fram með þá kenningu, að stríð væri frömuður framfara
og menningar. Slíkt er fjarstæða. Stríð er eyðilegging
og æðissýrður ruddaskapur. Pað er böl, sem erfitt er að
komast hjá, einkum eins og enn er ástatt, þar sem öll
stjórnarfarsleg viðskifti eru leynileg. Stríði verður því að
skipa í flokk með því, sem eyðileggur þjóðfjelagslíf og
menningu, rjett eins og drepsóttir og áfengi, ódáðastjórn,
linefarjettur og harðstjórn.
Þremur árum fyrir stríðið kom út á Þýskalandi bók
ein, er heitir »Pýskaland og hið næsta stríð«, eftir F. v.
Bernhardi hershöfðingja, nafnkunnan mann og merk-
an. Hann hjelt, að þýska stjórnin hefði látið Frakka og
Englendinga ginna sig í deilunum um Marokkó, og skor-
aði á hana að beita vopnum, áður en fjandmennirnir yrðu
búnir til ófriðar. Bók þessi er vel rituð, og er mjög fróð-
legt að lesa hana, til þess að sjá, hvernig sumir hinir
æðstu menn af hermannastjettinni á Pýskalandi líta á stríð,
og ýmsir menn aðrir, sem ráða miklu þar í landi, svo sem
hinir miklu jarðeigendur (Junkaraflokkurinn), eða vaða mjög
uppi, eins og Alþjóðverjarnir (Alldeutsche), er vilja láta
Pýskaland ná norður á Jótlandsskaga og suður að Adría-
hafi. Af bók þessari komu út margar útgáfur, en ýmsir
Pjóðverjar segja nú, að hún hafi ekki haft mikil áhrif á