Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 88
88
Nu á margur bágt
Pýskalandi; hva& sern því líður, er þó víst, að hún hefur
vakið óvenjulega mikla athygli hjá nágrannaþjóðum Pjóð-
verja, einkum Englendingum.
Hjer má minna á sagnaritara Pjóðverja á 19. öld.
Peir hafa haldið fram líkri skoðun sem Bernhardi, enda
er hann talinn lærisveinn hins saxneska sagnaritara Hein-
rich v. Treitschke, sem var prófessor í Berlín og
þeirra svæsnastur. Sagnaritarinn, prófessor D. S c h á f e r,
segir eitt sinn, er hann ræðir um Norðurlönd, aö »það
sje eflaust röng kenning, að sjerhver þjóð hafi líka rjett
til þess að vera þjóðríki«.
En það mun þó óhætt að segja, að slíkar skoðanir
hafa ekki verið mjög almennar á Pýskalandi, ef á alla
þjóðina er litið. Nokkrir herforingjar og heimspekingar
hafa aðallega haldið þeim fram, og þær hafa haft byr á
meðal junkara á Prússlandi og hjá alþýskum ákafamönn-
um, en annars eru þær mjög fjarlægar skoðunum þýskr-
ar alþýðu, einkum verkmannaflokksins. En þegar ófrið-
urinn hófst og nokkrir þýskir vísindamenn sendu út rit-
gjörðir, sem voru svo ósannar, að allir menn með heil-
brigðri skynsemi gátu sjeð það, gripu bandamenn þessar
fjarstæður fegins hendi á lofti til að spilla fyrir Pjóðverj-
um og sverta þá í augum annara þjóða, og útbreiddu
kenningar þessar í miljónum blaðagreina, ritgjörða og
bóka. Árangurinn varð framar öllum vonum. Alþýða í
ríkjum bandamanna og víðar heldur, að skoðanir þessar
sjeu trúarjátning og hjartans sannfæring allra Pjóðverja.
Stjórnir ófriðarlandanna hafa þurft stöðugar æsingar
í blöðum og bókum, til þess að halda við hatri alþýð-
unnar gegn óvinunum, og útbreiða því hver um aðra vís-
vitandi ósannindi og skröksögur. Petta er beinlínis eitt a
vopnunum, sem notuð eru. Blöð allra hernaðarþjóðannaf
verður því að lesa með mikilli varúð og dómgreind, þvf
að þau eru mjög oft þrungin af rangfærslum og slcrök-