Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 95
Nú á margur bágt
95
með hjálp yðar munu Austurlönd knýja áfram breytingu
á útliti menningar nútímans, munu vekja i henni líf, þar
sem hún að eins er aflfræði, setja mannlegt hjarta í stað-
inn fyrir kalt hagsmunasiðferði, svo að menn sækist minna
eftir veldi og ytri hamingju en eðlilegum vexti í sannleika
og fegurð.
Indland er of stórt og þar búa alt of ólíkir kynflokk-
ar. Pað er eins og ef fjölda þjóða væri hlaðið saman í
stóreflis dal. Pað er andstætt því, sem á sjer stað í
Evrópu: ein þjóð, en skift í fleiri. í Ameríku og Ástralíu
hefur Evrópa gert þetta málefni einfalt með því nálega að
eyðileggja hinar innfæddu þjóðir. Jafnvel nú otar þessi
eyðandi andi á annan hátt fram ldónum í Kaliforníu, Ka-
nada og Ástralíu. Á ógestrisinn hátt eru nú útlendingar
reknir í burtu þaðan af þeim, sem sjálfir voru útlendir í
þeim löndum, sem þeir halda nú. Hin pólitíska menning,
sem hefur breiðst út um alla Evrópu eins og frjósamt
illgresi, er fólgin í útilokun annara. Hún annast ávalt um
það að reka hina útlendu saman í einhvern krók eða upp-
ræta þá. Hún er ránfíkin og hefur tilhneigingu til að eta
menn upp. Hún sækir fæðu sína til annara þjóða, og
reynir að fá yfirráð yfir allri framtíð þeirra. Hana óttast
jafnan þeir kynflokkar, sem fyrrum voru mikilsmegandi,
en eru í afturför, en hún skoðar afturför þessa ávalt sem
hættu. Öll merki um veg og virðing, sem virðast geta
hallað á hennar eigin veg, vill hún fegin bæla niður, með
því að neyða hina veikari kynflokka til þess að vera eilíf-
lega kyrra í veikleika þeirra.«
Áður en pólitíska menningin hafi náð svona miklu
valdi og þanið ginið svo mikið, að hún hafði gleypt alt
meginlandið, segir Tagore, að á Indlandi hafi oft verið
ófriður, en aldrei líkur því hræðilega stríði, sem nú geis-
ar. Tað er vísindaleg, en ekki mannleg menning. Hún er
voldug, af því að hún getur sameinað krafta sína um eitt