Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 97
Nú á margur bágt
97
um Asíumanna. Á Filipseyjum eru 20000 hvítir menn,
er ráða lögum og lofum meðal átta miljóna innfæddra
manna. Á Indlandi eru 250000 hvítir menn meðal 300
miljóna.
Verslunarsamkepnin verður voðaleg eftir stríðið, bæði
á milli Austurlandabúa og Evrópumanna og innbyrðis á
milli ófriðarstórveldanna í Evrópu. Bæði miðveldin og
bandamenn ráðgera hvor fyrir sig að halda sem fastast
saman eftir stríðið, gera verslunarsamband sín á milli og
tryggja innbyrðis viðskifti með þungum tollgjóldum gagn-
vart öðrum þjóðum, til þess að eyðileggja efnahag óvina
sinna eftir stríðið.
En á meðan Japanar og Kínverjar leggja undir sig
siglingar og verslun Evrópumanna og Ameríkumanna í
Austur-Asíu og á Kyrrahafinu, eyða þýskir kafbátar
verslunarflota Evrópumanna með því að skjóta í kaf
hvert það kaupfar, sem þeir fá náð í á höfum þeim, er
liggja að óvinalöndum þeirra, á því svæði, sem Ejóðverj-
ar sjálfir hafa til tekið og nær yfir allmikinn hluta af At-
lantshafinu og meiri hlutann af Norðursjónum og Miðjarð-
arhafinu. Eeir eyðileggja skip hundruðum saman fyrir
hlutlausum þjóðum, því að þeir skjóta miskunarlaust í
kaf hvert skip, sem þeir hitta, án þess að aðvara þau,
og jafnt hjálparskip til nauðstaddra manna í Belgíu, sem
önnur skip, þótt það sje þvert á móti samningum, og alt
þetta ofbeldi sje andstætt alþjóðarjetti, sem nú er brotinn
líka af Englendingum og Bandaríkjunum í Ameríku. Æð-
ið og hatursheimskan er svo mikil, að kafbátarnir skjóta
í kaf skip, sem sækja svínafóður til Englands, er Danir
höfðu fengið flutt þangað frá Ameríku, þrátt fyrir það
þótt Pjóðverjar sjálfir hefðu gott af því, að fóðrið kæm-
ist til Danmerkur. Englendingar höfðu haldið því k yrru
af því að Pjóðverjar mundu fá meira svínakjöt frá Dön-
um, ef þeir fengi fóður, og svo sökkva Ejóðve
7