Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 98
98
Nú á margur bágt
skipunum á eftir! Svona meiningarlaus og heimskuleg er
þessi aðferð.
Kafbátarnir skjóta líka í kaf enslc sjúkraskip, þótt
þýskir sjúklingar sjeu líka fluttir á þeim ásamt enskum
mönnum særðum!
Morðverkunum er nú haldið áfram sem ákafast og
ógurlegar en nokkru sinni áður. Enginn sjer fyrir endann
á þeim eða allri þeirri eymd og neyð, sem af stríðinu
leiðir, hinni mestu heimsku, hinni ógurlegustu fólsku og
vitfirringu og hinum stórkostlegasta glæp, sem mannkyn-
ið hefur hent. Örfáir menn munu lifa svo lengi, að úr
þessum vandræðum verði bætt.
»Ó, friðsæla ísland!« andvarpaði einn frakkneskur vin-
ur þess, er hann lá í sárum. Hamingja þess er, að það
er ekki í sambandi við neitt stórveldi.
Hjer skulu nefndar nokkrar bækur um ófriðinn á
Norðurlandamálum', þeim til leiðbeiningar, sem vilja lesa
nánar um hann:
Verdenskrigen eftir H. Jensen-Tusch, H. Ewald, Johs.
Lindbæk og H. Styrmer er aðalritið. Út komin 114 hefti,
hvert á 25 a. (Gyldendal). F. v. Bernhardi, Tyskland og
den næste Krig. Kbh. 1915, 325 bls., 2 kr. (Pios bókav.,
Povl Branner). Gerlache, Landet som ikke vil dö, Belgien
under krigen. Kristjania 1915 (Aschehoug), 264 bls., stórt
brot, alþýðuútg. 2,50. Emile Waxweiler, Det neutrale og
loyale Belgien. Kbh. 1915 (Pio), 280 bls., 2,50. Sarni,
Sporgsmaalet: Belgiens Neutralitet. Kbh. 1916 (Pio), 119
bls., 2 kr. Arnold J. Toynbee, De belgiske Deportationer,
með formála eftir Bryce lávarð. Kbh. 1917 (Pio), 84 bls.,
1 kr. G. H. von Koch, Det hungrande Belgien. En játte-
kamp mot nöden. Stockholm 1915 (Norstedt & Söner),
88 bls., 1,50. Ernest Luninski, Polens Lidelser. Kbh. 1916
(G. Chr. Ursins Efterf.), 34 bls., 50 a. (Úr þessari bók er