Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 100
IOO
f'jóðjarðasalan
til embættisseturs, fyrir skóla, sjúkrahæli eða til a n n a r a
almennings nota.
Enn fremur voru undanteknar þær þjóðjarðir, er á voru
kauptún, þorp eða verksmiðjuiðnaður, »eða sýslunefnd
telur líklegt, að slíkt komi þar upp innan skams, eða
sýslunefnd hyggur 'jörðina sjerstaklega fallna til sundur-
skiftingar á milli margra grasbýla, og má þá eigi selja
jörðina án sjerstakrar lagaheimildar í hvert skifti«. Einnig
skal ávalt undanskilja náma, sem vera kunna í jörðu eða
finnast þar síðar, svo og rjett til að nota þá, gegn fullum
bótum fyrir átroðning og jarðarusla.
í tvo eöa þrjá undanfarna mannsaldra höfðu íslend-
ingar skammað dönsku stjórnina fyrir það, að' hún seldi
stólsjarðirnar (þjóðjarðirnar) á 18. öld, en svo gerðu þeir
sjálfir hið sama í byrjun 20. aldar, eftir að allar mentaðar
þjóðir, og þar á meðal íslendingar sjálfir, höfðu tekið
miklum framförum og fengið stórkostlega reynslu og
þekkingu, sem engir höfðu á 18. öld. Það var því
margfalt verra og miklu heimskara verk að fara að selja
þjóðjarðirnar á 20. öld en á 18. öld.
Einstaka menn höfðu á miðri 19. öld fengið keyptar
jarðir hjá stjórninni, sumir enda fyrir mjög gott verð, svo
að það var venjulega talinn gróði, að geta fengið jörð
keypta af stjórninni. Mjög fáir ábúendur gerðu miklar
jarðabætur á þessum tímum, hvort sem þeir bjuggu á
eignarjörðum sínum eða jörðum annara. Framtakssemi
landsmanna, að minsta kosti í þá átt, hafði um margar
aldir verið harla lítil; en á síðari hluta 19. aldar tók á-
hugi ýmsra manna að vakna á jarðabótum. Þótt sýnt
væri og sannað í orði og verki, að túnasljettur borguðu
sig margfaldlega fyrir hvern ábúanda, og gæfu 10—30 °/o
árlega af kostnaði þeim, sem þeir legðu í túnasljettur, var
þá eins og fæstum þætti það nóg. Þeir vildu eignast
arðirnar líka, og voru eigi ánægðir með það, að aðrir en